Utan vallar: Val á leikmönnum sem má stóla á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 10:01 Taiwo Badmus á góðri stundu með Tindastól og Callum Lawson á sigurstund með Valsmönnum. Vísir/Hulda Margrét&Bára Valur og Tindastóll hafa háð tvö mögnuð einvígi um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. Í bæði skiptin hafa úrslitin ráðist í blálokin á oddaleik fyrir framan troðfullu íþróttahúsi á Hlíðarenda. Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor. Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira