Háalvarlegt en léttir á sama tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 08:27 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. „Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
„Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira