Ekki samstaða innan ASÍ um áherslur í komandi kjaraviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2023 15:19 Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ útilokar ekki að landsambönd og félög nái saman um kröfugerðina áður en viðræðum líkur. Stöð 2/Sigurjón Ekki tókst að ná samstöðu um að landsambönd og félög innan Alþýðusambandsins fari sameiginlega fram í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Forseti ASÍ segir samningaviðræður geta orðið flóknari fyrir vikið en vonar engu að síður að nýir samningar náist áður en núgildandi samningar renna út í lok janúar. Formenn landsambanda og stærstu félaga innan Alþýðusambandsins komu saman til fundar í morgun til að reyna að ná saman um áherslur og kröfur í komandi kjaraviðræðum. Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambandsins segir að ekki hafi náðst samkomulag um helstu áherslur í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Niðurstaðan var sú að við ætlum aðeins að hvíla okkur hvert á öðru. Þannig að það fer bara hver til síns heima og metur stöðuna út frá þörfum sinna félaga og sambanda,“ segir Finnbjörn. Samningsumboðið liggi hjá hverju félagi fyrir sig og því geti farið svo að gengið verði til viðræðna við Samtök atvinnulífsins á nokkrum vígstöðvum. „Það er náttúrlega mikil vinna framundan og hún verður kannski heldur flóknari ef menn fara fram í mörgum einingum. En það liggur fyrir að samningar renna út 1. febrúar og markmiðið er að vera búin að semja fyrir þann tíma hjá öllum aðilum,“ segir forseti ASÍ. Í undanförnum tveimur samningum hefur verið samið um krónutöluhækkun launa þannig að þeir lægst launuðu hafa hlutfallslega fengið meiri launahækkanir en millitekjuhópar og hópar með hærri laun. Þannig hækkuðu laun að hámarki um 66 þúsund krónur við gerð síðustu samninga og finnst sumum félögum að millitekjufólkið hafi setið eftir og leggja því áherslu á prósentuhækkanir launa. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar leggur áherslu á krónutöluhækkanir í komandi samningum.Stöð 2/Arnar „Það er alltaf meiri slagkraftur ef menn eru saman og meiri þungi í viðræðunum. Það var það sem við vorum að leitast við að ná í þessum viðræðum okkar. Að reyna að ná einum samhljómi sem því miður tókst ekki að þessu sinni. En það er aldrei hægt að segja aldrei í þessum efnum,“ segir Finnbjörn. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist leggja áherslu á krónutöluhækkanir í komandi samningum eins og hún hafi marg ítrekað og að byggt verði á hugmyndafræði lífskjarasamninganna frá 2019. Fleiri félög eru á þeirri línu og því gætu myndast tvær blokkir innan ASÍ sem annars vegar leggja áherslu á krónutöluhækkanir en hins vegar á prósentuhækkanir. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru hópar innan samtaka iðnaðarmanna í síðari hópnum sem hefur notið góðs af launaskriði undanfarin ár en nú hefur stórlega dregið úr því. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag ASÍ Tengdar fréttir Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Formenn landsambanda og stærstu félaga innan Alþýðusambandsins komu saman til fundar í morgun til að reyna að ná saman um áherslur og kröfur í komandi kjaraviðræðum. Finnbjörn Hermannsson forseti Alþýðusambandsins segir að ekki hafi náðst samkomulag um helstu áherslur í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Niðurstaðan var sú að við ætlum aðeins að hvíla okkur hvert á öðru. Þannig að það fer bara hver til síns heima og metur stöðuna út frá þörfum sinna félaga og sambanda,“ segir Finnbjörn. Samningsumboðið liggi hjá hverju félagi fyrir sig og því geti farið svo að gengið verði til viðræðna við Samtök atvinnulífsins á nokkrum vígstöðvum. „Það er náttúrlega mikil vinna framundan og hún verður kannski heldur flóknari ef menn fara fram í mörgum einingum. En það liggur fyrir að samningar renna út 1. febrúar og markmiðið er að vera búin að semja fyrir þann tíma hjá öllum aðilum,“ segir forseti ASÍ. Í undanförnum tveimur samningum hefur verið samið um krónutöluhækkun launa þannig að þeir lægst launuðu hafa hlutfallslega fengið meiri launahækkanir en millitekjuhópar og hópar með hærri laun. Þannig hækkuðu laun að hámarki um 66 þúsund krónur við gerð síðustu samninga og finnst sumum félögum að millitekjufólkið hafi setið eftir og leggja því áherslu á prósentuhækkanir launa. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar leggur áherslu á krónutöluhækkanir í komandi samningum.Stöð 2/Arnar „Það er alltaf meiri slagkraftur ef menn eru saman og meiri þungi í viðræðunum. Það var það sem við vorum að leitast við að ná í þessum viðræðum okkar. Að reyna að ná einum samhljómi sem því miður tókst ekki að þessu sinni. En það er aldrei hægt að segja aldrei í þessum efnum,“ segir Finnbjörn. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist leggja áherslu á krónutöluhækkanir í komandi samningum eins og hún hafi marg ítrekað og að byggt verði á hugmyndafræði lífskjarasamninganna frá 2019. Fleiri félög eru á þeirri línu og því gætu myndast tvær blokkir innan ASÍ sem annars vegar leggja áherslu á krónutöluhækkanir en hins vegar á prósentuhækkanir. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru hópar innan samtaka iðnaðarmanna í síðari hópnum sem hefur notið góðs af launaskriði undanfarin ár en nú hefur stórlega dregið úr því.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag ASÍ Tengdar fréttir Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 „Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33
Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06
„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21. október 2023 14:08