Lífið

Fjöldi fólks sækir að Hafnarfjarðarhöfn til að skoða jóla­ljósin

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjöldi fólks sækir í höfnina á hverju kvöldi til að virða ljósin fyrir sér.
Fjöldi fólks sækir í höfnina á hverju kvöldi til að virða ljósin fyrir sér. Guðlaugur Jónasson

Á fimmta tug smábátaeigenda hafa skreytt báta sína í Hafnarfjarðarhöfn fyrir jólin. Formaður félags smábátaeigenda í Hafnarfirði og Garðabæ segir fjölda fólks gera sér leið niður á höfn á kvöldgöngunni til að virða fyrir sér ljósin.

„Þetta er orðin hefð hjá okkur og smábátasjómenn með þessu að sýna tilveru sína,“ segir Guðlaugur Jónasson, formaður Bárunnar - félags smábátaeigenda í Hafnarfirði og Garðabæ í samtali við fréttastofu. 

Það er líka búið að skreyta bátana sem hafa verið dregnir upp á land.Guðlaugur Jónasson

„Þetta vekur mikla athygli. Fjöldi fólks leggur leið sína hingað á kvöldgöngunni til að taka myndir.“

Sjómennirnir byrjuðu að skreyta einn af öðrum um mánaðamót og sá síðasti skellti upp ljósum í gær. Guðlaugur segir enn eftir að bætast við og höfnin verði því enn fallegri á næstu dögum. 

Smábátarnir í Hafnarfjarðarhöfn hátíðlegir í skammdeginu.Guðlaugur Jónasson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.