„Sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. desember 2023 11:30 Krummi Kaldal er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Lífskúnstnerinn og tískuáhugamaðurinn Krummi Kaldal var valinn einn af best klæddu Íslendingum ársins samkvæmt álitsgjöfum í grein á Vísi í síðustu viku. Hann elskar að leika sér með klæðaburð sinn og tekur honum ekki of alvarlega. Krummi er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Krummi Kaldal elskar að leika sér með tískuna og hafa gaman að henni.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún skiptir litlu máli í stóra samhenginu. Það er bara sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl. Krummi segir að það skemmtilegasta við tískuna sé hvað hún skipti litlu máli í stóra samhenginu. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Loðnu kúrekastígvélin mín. Ég dýrka flíkur úr feldi og mig hafði dreymt um kúrekastígvél í mörg ár, síðan fann ég beggja heima blöndu í þessum stígvélum. Stígvélin umræddu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já ég geri það því miður, ég hef mætt seint í þó nokkur boð vegna þess. Krummi gefur sér góðan tíma í að hafa sig til og hefur mætt seint í nokkur boð sökum þess.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Klassík og kjaftæði. Krummi leikur sér á mörkum klassíkar og kjaftæðis.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur það, ég fór úr því að vera saggandi í Supreme yfir í ruglið sem ég klæðist í dag. Ég er líka algjör dellukall. Eina vikuna gæti ég gengið einungis í skoppara fötum og þá næstu eins og karakter úr Tim Burton mynd. Mér finnst gaman að hafa fjölbreytileika í stílnum mínum. Lifi DAB-ið. Krumma finnst gaman að hafa fjölbreytileikann ríkjandi í stílnum sínum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Héðan og þaðan, aðallega þaðan. Ég skoða mikið gamlar tískusýningar. Dior ss05 og Rick Owens fw17 eru í miklu uppáhaldi eins og er. Tískugúrúarnir Daníel Ágúst og Krummi Kaldal sameinuðust í tökum á söfnunarþætti Unicef fyrir Rúv. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það geggjað. Fátt toppar tilfinninguna þegar rétta outfittið dettur. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Bannað að vera boring. Krummi Kaldal heldur sér á tánum í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Kaldal derhúfan sem frændi minn gerði fyrir mig þegar ég var sjö ára. Hún hefur verið límd við hausinn á mér í þrettán ár og það er farið að sjást vel á henni. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vertu í því sem þér finnst flott, það eru allir of uppteknir af sjálfum sér til að vera að skipta sér að því sem þú ert í. Krummi Kaldal nennir ekki að hafa áhyggjur af tískuáliti annarra.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það geggjað. Fátt toppar tilfinninguna þegar rétta outfittið dettur. Hér er hægt að fylgjast með Krumma Kaldal á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Krummi Kaldal elskar að leika sér með tískuna og hafa gaman að henni.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún skiptir litlu máli í stóra samhenginu. Það er bara sjúklega gaman að klæða sig í eitthvað rugl. Krummi segir að það skemmtilegasta við tískuna sé hvað hún skipti litlu máli í stóra samhenginu. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Loðnu kúrekastígvélin mín. Ég dýrka flíkur úr feldi og mig hafði dreymt um kúrekastígvél í mörg ár, síðan fann ég beggja heima blöndu í þessum stígvélum. Stígvélin umræddu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já ég geri það því miður, ég hef mætt seint í þó nokkur boð vegna þess. Krummi gefur sér góðan tíma í að hafa sig til og hefur mætt seint í nokkur boð sökum þess.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Klassík og kjaftæði. Krummi leikur sér á mörkum klassíkar og kjaftæðis.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur það, ég fór úr því að vera saggandi í Supreme yfir í ruglið sem ég klæðist í dag. Ég er líka algjör dellukall. Eina vikuna gæti ég gengið einungis í skoppara fötum og þá næstu eins og karakter úr Tim Burton mynd. Mér finnst gaman að hafa fjölbreytileika í stílnum mínum. Lifi DAB-ið. Krumma finnst gaman að hafa fjölbreytileikann ríkjandi í stílnum sínum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Héðan og þaðan, aðallega þaðan. Ég skoða mikið gamlar tískusýningar. Dior ss05 og Rick Owens fw17 eru í miklu uppáhaldi eins og er. Tískugúrúarnir Daníel Ágúst og Krummi Kaldal sameinuðust í tökum á söfnunarþætti Unicef fyrir Rúv. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það geggjað. Fátt toppar tilfinninguna þegar rétta outfittið dettur. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Bannað að vera boring. Krummi Kaldal heldur sér á tánum í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Kaldal derhúfan sem frændi minn gerði fyrir mig þegar ég var sjö ára. Hún hefur verið límd við hausinn á mér í þrettán ár og það er farið að sjást vel á henni. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Vertu í því sem þér finnst flott, það eru allir of uppteknir af sjálfum sér til að vera að skipta sér að því sem þú ert í. Krummi Kaldal nennir ekki að hafa áhyggjur af tískuáliti annarra.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já mér finnst það geggjað. Fátt toppar tilfinninguna þegar rétta outfittið dettur. Hér er hægt að fylgjast með Krumma Kaldal á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira