Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 16:08 „Ég held að það sé ómögulegt að giska eitthvað um endalok á þessu gosi,“ segir Víðir. Vísir/Arnar/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. Hann segir koma til greina að reisa leiðigarða eða varnargarða til að beina hrauninu í norðurátt. „Þá getur það runnið inn á svæði sem tekur ansi lengi við.“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagðist í morgun telja að eldgosið í Sundhnúksgígum sé komið á lokastig og að það gæti þess vegna klárast um helgina. Aðspurður út í þann möguleika, og hvort Grindvíkingar gætu í þeirri stöðu snúið heim segir Víðir: „Við erum að meta það á hverjum einasta degi. Hún er svona í dag og gæti verið allt öðruvísi á morgun. Við verðum að sjá til.“ „Ég held að það sé ómögulegt að giska eitthvað um endalok á þessu gosi,“ segir Víðir sem telur að á meðan gýs þá sé ekki óhætt að gista í Grindavík. „Á meðan það er virkni á þessum kvikugangi þá verði ekki óhætt að sofa þar. Það sýndi sig í atburðarrás þessa gos hvað þetta getur verið skammur tími. Frá því að Veðurstofa taldi að gos væri að byrja og lét okkur vita og þangað til það var hafið liðu 24 mínútur. Það hefði síðan tekið okkar nokkrar mínútur að koma rýmingu í gang og þá hefði gos verið byrjað.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hann segir koma til greina að reisa leiðigarða eða varnargarða til að beina hrauninu í norðurátt. „Þá getur það runnið inn á svæði sem tekur ansi lengi við.“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagðist í morgun telja að eldgosið í Sundhnúksgígum sé komið á lokastig og að það gæti þess vegna klárast um helgina. Aðspurður út í þann möguleika, og hvort Grindvíkingar gætu í þeirri stöðu snúið heim segir Víðir: „Við erum að meta það á hverjum einasta degi. Hún er svona í dag og gæti verið allt öðruvísi á morgun. Við verðum að sjá til.“ „Ég held að það sé ómögulegt að giska eitthvað um endalok á þessu gosi,“ segir Víðir sem telur að á meðan gýs þá sé ekki óhætt að gista í Grindavík. „Á meðan það er virkni á þessum kvikugangi þá verði ekki óhætt að sofa þar. Það sýndi sig í atburðarrás þessa gos hvað þetta getur verið skammur tími. Frá því að Veðurstofa taldi að gos væri að byrja og lét okkur vita og þangað til það var hafið liðu 24 mínútur. Það hefði síðan tekið okkar nokkrar mínútur að koma rýmingu í gang og þá hefði gos verið byrjað.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57