Látinn laus eftir 48 ár í fangelsi fyrir morð sem hann framdi ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 07:55 Glynn Simmons varði 48 árum í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Dómstóll í Oklahoma hefur komist að þeirri niðurstöðu að 70 ára gamall maður, Glynn Simmons, hafi ekki verið sekur um morð sem hann var dæmdur fyrir. Morðið var framið árið 1974 og Simmons hefur setið í fangelsi í 48 ár. Hann nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá einstaklingur sem hefur setið lengst í fangelsi eftir að hafa verið ranglega dæmdur og síðan hreinsaður af sök. Amy Palumbo, dómarinn í málinu, sagði það niðurstöðu sína að sönnunargögn sýndu að þeir glæpir sem Simmons hefði verið dæmdur fyrir hefðu verið framdir af öðrum en honum. Þegar úrskurður dómarans lá fyrir sagði Simmons að mál hans væri til marks um að það borgaði sig alltaf að berjast og gefast ekki upp. „Ekki láta segja þér að þetta geti ekki gerst, af því að það getur það,“ sagði hann um langþráðan draum sinn að verða frjáls. Simmons var dæmdur fyrir að myrða Carolyn Sue Rogers þegar rán var framið í áfengisverslun í einu úthverfa Oklahoma. Simmons var þá 22 ára gamall. Hann og meðákærður, Don Roberts, voru dæmdir til dauða árið 1975. Dómarnir voru síðar mildaðir en Simmons hélt því ávallt fram að hann væri saklaus og hefði verið heima hjá sér í Louisiana þegar morðið var framið. Dómurinn yfir honum var ógiltur í júlí síðastliðnum, eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarar hefðu ekki látið verjendum í hendur öll gögn í málinu. Meðal þeirra var sú staðreynd að vitni hafði bent á aðra. Roberts var veitt reynslulausn árið 2008. Simmons er að glíma við krabbamein í lifur. Hann á rétt á allt að 175 þúsund dölum í bætur vegna málsins. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Morðið var framið árið 1974 og Simmons hefur setið í fangelsi í 48 ár. Hann nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá einstaklingur sem hefur setið lengst í fangelsi eftir að hafa verið ranglega dæmdur og síðan hreinsaður af sök. Amy Palumbo, dómarinn í málinu, sagði það niðurstöðu sína að sönnunargögn sýndu að þeir glæpir sem Simmons hefði verið dæmdur fyrir hefðu verið framdir af öðrum en honum. Þegar úrskurður dómarans lá fyrir sagði Simmons að mál hans væri til marks um að það borgaði sig alltaf að berjast og gefast ekki upp. „Ekki láta segja þér að þetta geti ekki gerst, af því að það getur það,“ sagði hann um langþráðan draum sinn að verða frjáls. Simmons var dæmdur fyrir að myrða Carolyn Sue Rogers þegar rán var framið í áfengisverslun í einu úthverfa Oklahoma. Simmons var þá 22 ára gamall. Hann og meðákærður, Don Roberts, voru dæmdir til dauða árið 1975. Dómarnir voru síðar mildaðir en Simmons hélt því ávallt fram að hann væri saklaus og hefði verið heima hjá sér í Louisiana þegar morðið var framið. Dómurinn yfir honum var ógiltur í júlí síðastliðnum, eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarar hefðu ekki látið verjendum í hendur öll gögn í málinu. Meðal þeirra var sú staðreynd að vitni hafði bent á aðra. Roberts var veitt reynslulausn árið 2008. Simmons er að glíma við krabbamein í lifur. Hann á rétt á allt að 175 þúsund dölum í bætur vegna málsins.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira