Hvert er hlutverk Sameinuðu þjóðanna? Birna Þórarinsdóttir, Stella Samúelsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa 22. desember 2023 07:30 Það hefur reynst flestum erfitt að horfa upp á hörmungarnar sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Mörg hafa upplifað réttmætt vonleysi, sorg og reiði - og stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa setið undir ámæli fyrir hægagang og valdleysi. Fólk hefur velt því upp hvort Sameinuðu þjóðirnar eigi yfir höfuð erindi við heiminn eins og hann er í dag. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvert sé hið eiginlega hlutverk Sameinuðu þjóðanna?Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, í þeim tilgangi að stuðla að heimsfriði sem vettvangur samtals og samstarfs aðildarríkjanna. Fimmtíu ríki tóku þátt í að semja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem átti að tryggja að sambærilegar hörmungar myndu aldrei aftur eiga sér stað. Að einhverju leyti mætti líkja Sameinuðu þjóðunum við Alþingi okkar Íslendinga. Þarna koma saman 193 ríki með ólíka heimssýn og ólíkar áherslur, m.a. þegar kemur að loftslagsmálum og réttindum kvenna, barna og hinsegin fólks. Líkt og á Alþingi, er tekist á um ýmis mál, þau rædd og ólík sjónarmið fá að heyrast. Niðurstaða umræðunnar er yfirleitt einhvers konar millivegur. Þetta sáum við til dæmis á nýafstaðinni loftslagsráðstefnu COP28 þar sem mörg ríki hefðu viljað ganga lengra í loftslagsmálum og önnur mun skemur. Það er þetta jafnræði sem gerir Sameinuðu þjóðirnar að svo mikilvægum vettvangi í alþjóðamálum, á sama tíma og það getur torveldað allt starf þeirra. Aðalstofnanir Sþ eru fimm talsins: allsherjarþingið, öryggisráðið, efnahags- og félagsráðið, gæsluverndarráðið og alþjóðadómstóllinn í Haag. Aðeins ein þessara stofnana hefur ákvörðunarvald og það er öryggisráðið. Í öryggisráðinu hafa fimm aðildarríki neitunarvald og geta því stöðvað samstöðu meirihlutans. Undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru nokkrar og sinna ólíkum málaflokkum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er ein slík stofnun og er leiðandi stofnun í réttinda- og mannúðarstarfi fyrir börn í heiminum. Önnur undirstofnun er UN Women, sem er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur alfarið í þágu jafnréttis og að valdeflingu kvenna, stúlkna og hinsegin fólks. Hvar sem stofnanir Sameinuðu þjóðanna starfa, eru þær ávallt í umboði stjórnvalda þess ríkis. Flest verkefnanna eru rekin í efnaminni ríkjum heims. Í efnameiri ríkjum heims er ekki talin þörf á þróunar- og mannúðarverkefnum Sameinuðu þjóðanna, en þar eru oft reknar landsnefndir (líkt og landsnefndir UN Women á Íslandi og UNICEF á Íslandi) sem safna fjármagni fyrir starf stofnanna og veita fræðslu um mannréttindi, heimsmarkmiðin og starfsemi Sþ. Hvað gera Sameinuðu þjóðirnar þegar neyð skellur á? Þegar neyð skellur á bregðast ákveðnar stofnanir Sameinuðu þjóðanna við – líkt og Almannavarnir Íslands gera hér á landi. Þær veita skjól, mat, vatn og lyf. Viðbragðsstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru nokkrar, UNICEF sér til að mynda um að tryggja neysluvatn og hreinlæti en UN Women, sem er ný stofnun í viðbragðsteymi Sþ, tryggir að allar aðrar stofnanir taki tillit til sértækra þarfa kvenna og stúlkna á tímum neyðar og hamfara og tryggi öryggi þeirra. En líkt og áður segir, starfa þær ávallt í umboði stjórnvalda þess ríkis sem óskar eftir og þiggur aðstoðina. Þetta á einnig við um aðrar alþjóðlegar hjálparstofnanir. Ekki er unnt að fara inn í ríki með verkefni eða neyðaraðstoð í óþökk stjórnvalda. Þá geta utanaðkomandi aðstæður hamlað starfi alþjóðlegra hjálparstofnana, t.d. ef deilur standa á milli ríkja og ekki reynist unnt að opna landamæri til að koma vistum til þurfandi einstaklinga. Undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna geta ekki hlutast til um pólitísk deilumál aðildarríkja. Þær eru mannréttinda- og mannúðarstofnanir í þjónustuhlutverki við aðildarríkin og starfa í umboði þeirra í gegnum stjórnskipan Sþ. Völdin eru og hafa ávallt hvílt í höndum aðildarríkjanna og í núverandi fyrirkomulagi eru fimm aðildarríki valdameiri en öll hin. Það kann að vera auðvelt að beina reiði og vanmætti vegna alþjóðastjórnmála að stofnunum sem eru á vettvangi en þær geta einungis starfað og hjálpað upp að því marki sem aðildarríkin leyfa – og með því fjármagni sem berst. Þar getum við verið stolt því almenningur á Íslandi, þrátt fyrir að vera fámenn þjóð, er á heimsmælikvarða þegar kemur að stuðningi við verkefni UNICEF og UN Women, bæði í mannúðarverkefnum og langtíma þróunarverkefnum. Þannig leggjum við dýrmæt lóð á vogarskálar vonar og friðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Unicef á ÍslandiStella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á ÍslandiVala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastýra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Stella Samúelsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur reynst flestum erfitt að horfa upp á hörmungarnar sem eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Mörg hafa upplifað réttmætt vonleysi, sorg og reiði - og stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa setið undir ámæli fyrir hægagang og valdleysi. Fólk hefur velt því upp hvort Sameinuðu þjóðirnar eigi yfir höfuð erindi við heiminn eins og hann er í dag. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvert sé hið eiginlega hlutverk Sameinuðu þjóðanna?Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, í þeim tilgangi að stuðla að heimsfriði sem vettvangur samtals og samstarfs aðildarríkjanna. Fimmtíu ríki tóku þátt í að semja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem átti að tryggja að sambærilegar hörmungar myndu aldrei aftur eiga sér stað. Að einhverju leyti mætti líkja Sameinuðu þjóðunum við Alþingi okkar Íslendinga. Þarna koma saman 193 ríki með ólíka heimssýn og ólíkar áherslur, m.a. þegar kemur að loftslagsmálum og réttindum kvenna, barna og hinsegin fólks. Líkt og á Alþingi, er tekist á um ýmis mál, þau rædd og ólík sjónarmið fá að heyrast. Niðurstaða umræðunnar er yfirleitt einhvers konar millivegur. Þetta sáum við til dæmis á nýafstaðinni loftslagsráðstefnu COP28 þar sem mörg ríki hefðu viljað ganga lengra í loftslagsmálum og önnur mun skemur. Það er þetta jafnræði sem gerir Sameinuðu þjóðirnar að svo mikilvægum vettvangi í alþjóðamálum, á sama tíma og það getur torveldað allt starf þeirra. Aðalstofnanir Sþ eru fimm talsins: allsherjarþingið, öryggisráðið, efnahags- og félagsráðið, gæsluverndarráðið og alþjóðadómstóllinn í Haag. Aðeins ein þessara stofnana hefur ákvörðunarvald og það er öryggisráðið. Í öryggisráðinu hafa fimm aðildarríki neitunarvald og geta því stöðvað samstöðu meirihlutans. Undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru nokkrar og sinna ólíkum málaflokkum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er ein slík stofnun og er leiðandi stofnun í réttinda- og mannúðarstarfi fyrir börn í heiminum. Önnur undirstofnun er UN Women, sem er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur alfarið í þágu jafnréttis og að valdeflingu kvenna, stúlkna og hinsegin fólks. Hvar sem stofnanir Sameinuðu þjóðanna starfa, eru þær ávallt í umboði stjórnvalda þess ríkis. Flest verkefnanna eru rekin í efnaminni ríkjum heims. Í efnameiri ríkjum heims er ekki talin þörf á þróunar- og mannúðarverkefnum Sameinuðu þjóðanna, en þar eru oft reknar landsnefndir (líkt og landsnefndir UN Women á Íslandi og UNICEF á Íslandi) sem safna fjármagni fyrir starf stofnanna og veita fræðslu um mannréttindi, heimsmarkmiðin og starfsemi Sþ. Hvað gera Sameinuðu þjóðirnar þegar neyð skellur á? Þegar neyð skellur á bregðast ákveðnar stofnanir Sameinuðu þjóðanna við – líkt og Almannavarnir Íslands gera hér á landi. Þær veita skjól, mat, vatn og lyf. Viðbragðsstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru nokkrar, UNICEF sér til að mynda um að tryggja neysluvatn og hreinlæti en UN Women, sem er ný stofnun í viðbragðsteymi Sþ, tryggir að allar aðrar stofnanir taki tillit til sértækra þarfa kvenna og stúlkna á tímum neyðar og hamfara og tryggi öryggi þeirra. En líkt og áður segir, starfa þær ávallt í umboði stjórnvalda þess ríkis sem óskar eftir og þiggur aðstoðina. Þetta á einnig við um aðrar alþjóðlegar hjálparstofnanir. Ekki er unnt að fara inn í ríki með verkefni eða neyðaraðstoð í óþökk stjórnvalda. Þá geta utanaðkomandi aðstæður hamlað starfi alþjóðlegra hjálparstofnana, t.d. ef deilur standa á milli ríkja og ekki reynist unnt að opna landamæri til að koma vistum til þurfandi einstaklinga. Undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna geta ekki hlutast til um pólitísk deilumál aðildarríkja. Þær eru mannréttinda- og mannúðarstofnanir í þjónustuhlutverki við aðildarríkin og starfa í umboði þeirra í gegnum stjórnskipan Sþ. Völdin eru og hafa ávallt hvílt í höndum aðildarríkjanna og í núverandi fyrirkomulagi eru fimm aðildarríki valdameiri en öll hin. Það kann að vera auðvelt að beina reiði og vanmætti vegna alþjóðastjórnmála að stofnunum sem eru á vettvangi en þær geta einungis starfað og hjálpað upp að því marki sem aðildarríkin leyfa – og með því fjármagni sem berst. Þar getum við verið stolt því almenningur á Íslandi, þrátt fyrir að vera fámenn þjóð, er á heimsmælikvarða þegar kemur að stuðningi við verkefni UNICEF og UN Women, bæði í mannúðarverkefnum og langtíma þróunarverkefnum. Þannig leggjum við dýrmæt lóð á vogarskálar vonar og friðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Unicef á ÍslandiStella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á ÍslandiVala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastýra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar