Farið verður yfir stöðuna á Reykjanesskaga, en skýrt landris er við Svartsengi samkvæmt GPS mælum á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þrjár sviðsmyndir í boði en að erfitt sé að segja til um það hvað gerist næst. Enn sé nokkur hætta á svæðinu.
Fjallað verður um mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, en synir hennar þrír eru allir komnir í umsjá föður síns í Noregi.
Þá verður farið yfir jólaveðrið og horft til fjalla, en skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag.
Íþróttir verða á sínum stað en þar ber hæst umfjöllun um kjör á íþróttamanni ársins, sem er sögulegt að þessu sinni.