Hún segir að tækifærin í nýsköpun á Íslandi séu gríðarleg en á sama tíma hafi myndast ótal áskoranir. „Það er mikil samkeppni um mannauðinn og nýliðun í greininni hefur gengið fremur hægt að mínu mati.“
Ragnheiður segir að í ljósi þess að upplýsingatækniverkefnin hafi verið að stækka og þróast þá þurfi aukið samstarf á milli fyrirtækja til að þessi verkefni verði að veruleika.
„Auglýsingastofur, vefstofur, og tæknifyrirtæki þurfa að taka höndum saman til að leysa verkefni sinna viðskiptavina sem er einstaklega skemmtilegt og þróun í rétta átt að mínu mati. Sem dæmi má nefna stórar vefverslanir sem þarf að hanna frá grunni, jafnvel byggja nýtt upp vörumerki, forrita í framenda og bakenda, tengjast öðrum kerfum eins og birgðakerfum og fleira.“
Rekstrarárið 2023 var virkilega gott og gjöfult fyrir okkur í Hugsmiðjunni. Það hefur verið mikill vöxtur og gróska í nýsköpun í stafrænni ásýnd og stafrænum innviðum fyrirtækja og stofnanna undanfarin misseri.
Hvernig var rekstrarumhverfið á árinu 2023?
„Rekstrarárið 2023 var virkilega gott og gjöfult fyrir okkur í Hugsmiðjunni. Það hefur verið mikill vöxtur og gróska í nýsköpun í stafrænni ásýnd og stafrænum innviðum fyrirtækja og stofnanna undanfarin misseri. Þessi aukna áhersla á vel hannaðar tæknilausnir hefur gert okkur kleift að taka þátt í stórum umbreytingar verkefnum.
Við erum einstaklega þakklát fyrir það traust sem okkur hefur sýnt þar sem við höfum fengið tækifæri til að leiða stór umbreytingar verkefni. Þá get ég sérstaklega tekið dæmi um Stafrænt Ísland. Það verkefni hefur lyft grettistaki í stafrænni þjónustu við almenning sem hefur leitt til mikillar hagræðingar fyrir samfélagið allt.
Ísland er í fjórða sæti í árlegri könnun Evrópusambandsins á stafrænni þjónustu og hækkaði Ísland um heil þrjú sæti milli ára. Þessar hröðu framfarir okkar Íslendinga á þessum vettvangi hafa vakið eftirtekt erlendis.
Við fórum til að mynda til Parísar á árinu til að kynna þessi verkefni og skoða samstarfsgrundvöll sem gæti orðið mjög spennandi tækifæri til að taka okkar hugmyndafræði og innleiða erlendis. Sem dæmi um þessa þjónustu er hægt að nefna Mínar síður inn á Ísland.is þar sem almenningur getur núna nálgast allar upplýsingar og samskipti við ríkið á einum stað sem er ómetanlegt þegar kemur að tímasparnaði og yfirsýn fyrir fólkið í landinu.
Það er ótrúlega gefandi að taka þátt í skapa lausnir sem virkilega breyta lífi fólks ef það er hægt að orða það þannig. Það er mikill kraftur og metnaður í íslensku atvinnulífi og við höfum verið einstaklega lánsöm með viðskiptavini og verkefni þar sem markið er sett hátt. Það er einfaldlega þannig að fyrirtæki geta öðlast langvarandi samkeppnisforskot með sterku vörumerki og góðum tæknilausnum sem auðvelda viðskipti og byggja traust viðskiptavina. Það er okkar hjartans mál að nota hugvit, vel útfærða hönnun og nýjar tæknilausnir til að skapa virði fyrir okkar viðskiptavini.“
Spennandi tímar fram undan varðandi tækniframfarir
Hvað stóð upp úr?
„Vegna þeirra grósku sem umlykur íslenskt atvinnulíf um þessar mundir og hvernig verkefnin eru að stækka og þróast þá þarf aukið samstarf á milli fyrirtækja til að þessi verkefni verði að veruleika. Auglýsingastofur, vefstofur, og tæknifyrirtæki þurfa að taka höndum saman til að leysa verkefni sinna viðskiptavina sem er einstaklega skemmtilegt og þróun í rétta átt að mínu mati. Sem dæmi má nefna stórar vefverslanir sem þarf að hanna frá grunni, jafnvel byggja nýtt upp vörumerki, forrita í framenda og bakenda, tengjast öðrum kerfum eins og birgðakerfum og fleira.
Verkefni á þessum skala þurfa samhent átak ólíkra eininga og það er magnaður kraftur sem myndast í samstarfi ólíka aðila til að skapa virði í stafrænum heimi. Þetta hefur einnig tekist einstaklega vel með Stafrænt Ísland þar sem ólík tæknifyrirtæki taka höndum saman og vinna sem ein heild í því verkefni sem er magnað að fylgjast með og taka þátt í.
Það er ekki hægt að sleppa því að ræða um gervigreind og hvernig tækninni fleytir áfram á ógnarhraða og allir eru að reyna finna út úr því hvernig við nýtum okkur þessar framfarir í daglegum störfum okkar. Það eru því virkilega spennandi tímar fram undan þegar kemur tækniframförum og hvernig við getum nýtt okkar þær til að mynda okkur sérstöðu á markaði. Það er okkar reynsla á þessu rekstrarári að ný tækni, stærri og flóknari verkefni, samheldni og samstarf þverfaglegra teyma og fyrirtækja stendur upp úr.“
Tækifærin í nýsköpun á Íslandi eru gríðarleg en á sama tíma myndast ótal áskoranir. Það er mikil samkeppni um mannauðinn og nýliðun í greininni hefur gengið fremur hægt að mínu mati.
Hverjar voru helstu áskoranirnar?
„Tækifærin í nýsköpun á Íslandi eru gríðarleg en á sama tíma myndast ótal áskoranir. Það er mikil samkeppni um mannauðinn og nýliðun í greininni hefur gengið fremur hægt að mínu mati. Mér finnst vanta hagnýtari menntun og aukið samstarf á milli menntastofnana og atvinnulífs. Það er allra hagur að ungt fólk mæti sterkari til leiks og sé reiðubúnari í oft erfiðar kröfur atvinnulífsins.
Við höfum reynt að leggja okkar að mörkum í þessu samhengi og tekið til okkar nema sem við höfum þjálfað og lagt grunninn með en það þarf samhent átak til að koma ungu fólki hraðar út í atvinnulífið. Eftirspurnin eftir mannauð skapar líka launaskrið sem getur reynst fyrirtækjum erfitt til lengri tíma. Það er einnig að myndast ákveðið kynslóðabil í atvinnulífinu þar sem yngri og eldri kynslóðir mætast og allir læra eitthvað nýtt. Sem er einstaklega gaman og lærdómsríkt að fylgjast með.
Yngri kynslóðir gerir aðrar kröfur
„Yngri kynslóðir eru að gera nýjar kröfur á atvinnulífið um aukin sveigjanleika og tilgang í tilveru sinni sem er jákvætt og hjálpar okkur að setja markið enn hærra í uppbyggilegri og jákvæðri fyrirtækjamenningu. Góð fyrirtækjamenning er að mínu mati grunnurinn að því verðmæti sem við getum skapað fyrir okkar viðskiptavini. Ánægt starfsfólk sem trúir á vegferðina skapar meira virði í sínum verkefnum.“
Hvernig lítur næsta ár út frá ykkar bæjardyrum séð?
„Nýtt ár og ný tækifæri! Við tökum fagnandi á móti nýju ári. Árið lítur virkilega vel út og við vorum að flytja í nýtt húsnæði að Hafnarstræti 18 og erum einstaklega bjartsýn fyrir nýju ári og nýjum verkefnum með okkar frábæru viðskiptavinum,“ segir Ragnheiður.