Þrír fjórðu þjóðarinnar vill útiloka Ísrael frá Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:03 Netta er ein skærasta tónlistarstjarna Ísraels eftir sigur í EUrovision árið 2018 í Amsterdam. Getty/Romy Arroyo Fernandez Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Þetta er niðurstaða könnunar Prósents. Spurningarnar í könnuninni voru tvær. 1. Hversu sammála eða ósammála ertu því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision í ár? Í ljós kom að 76 prósent landsmanna eru mjög eða frekar sammála því að úitloka eigi Ísrael frá þátttöku í ár á meðan fjórtán prósent eru mjög eða frekar ósammála. Einn af hverjum tíu hafa ekki skoðun á málinu. Marktækur munur er á viðhorfi eftir kynjunum. Tveir af hverjum þremur körlum eru mjög eða frekar sammála, eða 66 prósent. Hlutfallið er umtalsvert hærra hjá konum eða 87 prósent. Viðhorf þjóðarinnar er einnig breytilegt eftir aldri. Yngra fólk er að jafnaði meira sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision. Af þeim sem eru 18-24 ára eru 85 prósent mjög eða frekar sammála, samanborið við 68 prósent þeirra á aldrinum 65 ára eða eldri. Einungis sjö prósent fólks á aldrinum 18-24 ára er mjög eða frekar ósammála samanborið við 19 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Enginn munur er á afstöðu eftir því hvort fólki búi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. 2. Hversu sammála eða ósammála ertu því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael verður ekki útilokað frá þátttöku? Meirihluti þjóðarinnar eða 60% er mjög eða frekar sammála því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael er ekki meinað þátttöku. Þá eru 13% hvorki sammála né ósammála og 28% mjög eða frekar ósammála. Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar sést að 79 prósent þeirra sem eru sammála því að Íslandi eigi að dragi sig úr Eurovision ef Ísrael tekur þátt eru einnig sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku. Eurovision Skoðanakannanir Tengdar fréttir Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01 „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Spurningarnar í könnuninni voru tvær. 1. Hversu sammála eða ósammála ertu því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision í ár? Í ljós kom að 76 prósent landsmanna eru mjög eða frekar sammála því að úitloka eigi Ísrael frá þátttöku í ár á meðan fjórtán prósent eru mjög eða frekar ósammála. Einn af hverjum tíu hafa ekki skoðun á málinu. Marktækur munur er á viðhorfi eftir kynjunum. Tveir af hverjum þremur körlum eru mjög eða frekar sammála, eða 66 prósent. Hlutfallið er umtalsvert hærra hjá konum eða 87 prósent. Viðhorf þjóðarinnar er einnig breytilegt eftir aldri. Yngra fólk er að jafnaði meira sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision. Af þeim sem eru 18-24 ára eru 85 prósent mjög eða frekar sammála, samanborið við 68 prósent þeirra á aldrinum 65 ára eða eldri. Einungis sjö prósent fólks á aldrinum 18-24 ára er mjög eða frekar ósammála samanborið við 19 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Enginn munur er á afstöðu eftir því hvort fólki búi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. 2. Hversu sammála eða ósammála ertu því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael verður ekki útilokað frá þátttöku? Meirihluti þjóðarinnar eða 60% er mjög eða frekar sammála því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael er ekki meinað þátttöku. Þá eru 13% hvorki sammála né ósammála og 28% mjög eða frekar ósammála. Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar sést að 79 prósent þeirra sem eru sammála því að Íslandi eigi að dragi sig úr Eurovision ef Ísrael tekur þátt eru einnig sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku.
Eurovision Skoðanakannanir Tengdar fréttir Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01 „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01
„Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21
Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00