Aðstæður til skíðaiðkunar voru prýðilegar í dag. Fjórtán stiga frost, logn og heiðskírt.
„Þetta er bara geggjað sko, mikil vinna að baki síðustu daga við að koma þessu öllu inn, framleiða snjó í þetta og annað. Þetta er svona, léttir,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla.
„Jólin byrjuðu bara aðeins fyrr hjá mér heldur en hinum. Og mætingin, þú sérð það að stólalyftan hérna er nánast orðin full. Ef veðrið væri alltaf svona þá væri lítið mál að reka skíðasvæði.“
Mannmergðina í Bláfjöllum í dag má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Þá er einnig rætt við iðkendur sem áttu sumir erfitt með að fóta sig í brekkunum í dag.