Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Þórey gangi einnig úr eigendahópnum. Hún hyggst nú einbeita sér alfarið að sölu fasteigna hjá LANDMARK. Aðrir eigendur LANDMARK eru Júlíus Jóhannsson, Monika Hjálmtýsdóttir (starfandi formaður Félags fasteignasala), Sveinn Eyland og Sigurður Rúnar Samúelsson, öll fasteignasalar.
„Ég er ákaflega spenntur fyrir því að takast á við nýtt hlutverk samfara því að selja fasteignir og er þakklátur traustinu sem mér er sýnt. Á LANDMARK starfar samheldinn hópur löggiltra fasteignasala ásamt öflugri skjalagerðardeild, samtals þrettán manns. Það er mikill hugur í okkur og ég hlakka til að leiða áframhaldandi uppbyggingu stofunnar með þeim öfluga hópi sem þar starfar,“ segir Andri í tilkynningunni.