Óréttmætum hindrunum hafi enn ekki verið rutt úr vegi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. desember 2023 06:46 Sæunn Ósk segir notendum Hopp leigubíla hafa fjölgað jafnt og þétt. Hægar gangi að fjölga leigubílstjórum. Vísir Stjórnendur Hopp leigubíla telja stjórnvöld ekki hafa fjarlægt að fullu óréttmætar hindranir til aksturs leigubíla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fá bílstjóra til aksturs og vill fyrirtækið að innviðaráðuneytið geri heildstæða úttekt á lögum um markaðinn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp til Vísis. Hopp leigubílar hófu formlega rekstur í júní og buðu öllum leigubílstjórum til liðs við sig. Hreyfill meinaði hinsvegar sínum bílstjórum að keyra fyrir Hopp. Mat Samkeppniseftirlitsins lá fyrir í júlí um það að leigubílastöðinni væri það ekki heimilt. Bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar í málinu gildir til 31. janúar. Allt sniðið að fullri vinnu bílstjóra Sæunn Ósk segir í svörum sínum til Vísis að það sé ekki einfalt né auðvelt að koma inn á markað sem hafi verið eins í áttatíu ár. „Það var erfitt að sinna ferðabeiðnum í fyrstu en við höfum verið að styrkja grunninn hjá okkur jafnt og þétt og ná betri tökum á verkefninu. Nýju lögin um leigubíla gengu ekki nógu langt, að okkar mati og voru í raun uppfærð fyrir „gamla kerfið“ frekar en að stuðla að því að ná jafnvægi á leigubílamarkaði og skapa forsendur fyrir því að lækka verð til neytenda.“ Hún segir Hopp leigubíla til dæmis ekki fá inn bílstjóra í hlutastarf til að ráða við eftirspurn á háannatíma. Allt sé sniðið að því að leigubílaakstur sé hafður að fullri vinnu. „Samkeppnisumhverfið hefur einnig reynst okkur svolítið erfitt, enda var verið að reyna að kaffæra okkur áður en við náum að byrja að vaxa og raunverulega keppa. Til dæmis er stærsta leigubílastöðin búin að banna sínum bílstjórum að keyra með Hopp appinu, þrátt fyrir að lögin heimili að þeir taki ferðir í gegnum appið og þeir gætu aukið tekjur sínar þannig. Leigubílstjórar á Íslandi eru sjálfstætt starfandi verktakar.“ Notendum fjölgi á sama tíma Sæunn segir að á sama tíma horfi stjórnendur Hopp leigubíla upp á talsverða fjölgun á notendum leigubíla sinna. Hún segir það ekki fara á milli mála að neytendur vilji vita hvað það kosti að taka bíl áður en hann er pantaður. „Við erum að bæta við okkur bílstjórum, hægt, en jafnt og þétt og kenna þeim á húgbúnaðinn en þetta horfir allt í rétta átt. Það var alveg viðbúið að það yrði krefjandi að koma ný inn og ætla að hrista upp í markaðnum og við áttum erfitt með að svara eftirspurn, sérstaklega til að byrja með. Hopp hefur sýnt það og sannað að það er komið til að vera. Við höfum aldeilis hrist upp í ferðavenjum borgarbúa og munum halda því áfram.“ Of dýrt og tímafrekt að sækja réttindi Sæunn segir að enn sé of erfitt að öðlast réttindi til leigubílaaksturs. Umhverfið hafi reynst Hopp leigubílum mjög þungt og mikil vinna hafi farið í að þrýsta á alla aðila og stofnanir sem komi að leigubílaakstri. „Það er bæði of dýrt og tímafrekt að sækja sér réttindi í núverandi regluverki og tryggingarnar eru of háar svo fýsilegt sé að keyra leigubíl í hlutastarfi,“ segir Sæunn. Hún segir námsskrá fyrir ökunámið, líkt og ný lög, ekki hafa verið uppfærð fyrir 21. öldina. Til standi að gefa út nýja námsskrá sem eigi að stytta námið. „Við bindum miklar vonir við að það sé hreinsað duglega til í regluverkinu, því okkur finnst að það eigi ekki að vera útilokað fyrir t.d. háskólanema að sækja sér réttindi á einfaldan hátt og keyra um helgar. Það er frekar ólíklegt að fólk borgi uþb. 500.000 kr. og sitji námskeið í margar vikur til að sækja sér réttindi til geta sinnt hlutastarfi.“ Hún segir leigubílaakstur á Íslandi dýrustu aukavinnu í heimi, enda þurfi svo að borga himinháar tryggingar eftir að það er búið að punga út fyrir leyfisbréfum. Ökumaður borgi um það bil 80 þúsund krónur á mánuði í iðgjöld óháð því hvort ekið sé 1-2 kvöld í mánuði eða þrjátíu. „Það þarf ekki excel-skjal til að sýna að þetta dæmi gengur ekki upp. Við erum búin að vera að þrýsta á tryggingafélögin að bæta úr þessu en ennþá hefur ekkert þeirra komið til móts við okkur. Við bíðum spennt eftir því að sjá hvert þeirra hoppar á vagninn við að koma jafnvægi á leigubílaþjónustu, sem er gríðarlega stórt neytendamál.“ Mælarnir bjóði upp á villta vestrið Spurð hver staða reksturs Hopp leigubíla sé segir Sæunn að ekki sé verið að gera fyrirtækinu auðvelt fyrir. Hopp appið sé farveita eins og Uber þar sem neytandinn sjái verðið. „Hvaða bílstjóri er að fara að keyra hann, hvar bíllinn er staddur og hvað ferðin tekur langan tíma. Greiðslan fer fram í Hopp appinu og geta bílstjórar ekki breytt verðinu. Þetta er það sem neytandinn hefur valið það í öðrum löndum og hlýtur að vera vilji íslenskar neytenda líka,“ segir Sæunn. „Nýja löggjöfin ýtir öllum nýjum bílstjórum á mæli og er það að okkar mati villta vestrið. Þegar sest er upp í leigubíl í dag, af götunni, er nánast ómögulegt að vita hvað ferðin kostar eða að skilja verðskrána ef hún er yfir höfuð sýnileg. Neytendur vilja gagnsæi og það sama á við ferðamenn sem sækja landið heim.“ Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið til fulls Sæunn rifjar upp að ESA hafi komist að þeirri niðurstöðu í janúar 2021 að löggjöf um leigubíla á Íslandi hafi falið í sér óréttmæta takmörkun og brotið í bága við EES-samninginn. „Í framhaldi af því voru sett ný lög sem tóku gildi þann 1. apríl sl. Við getum ekki séð að búið sé að fjarlægja óréttmætar hindranir til aksturs leigubifreiða og því hlýtur ESA að vera að skoða nýju lögin,“ segir Sæunn. „Okkur finnst mikilvægt að Innviðaráðuneytið geri heildstæða úttekt á lögunum og öðru regluverki eins fljótt og auðið er. Vinna þarf að hefjast við að lagfæra lögin og aðlaga þau að þeim markmiðum sem voru til staðar í upphafi. Það þarf að klára að stíga þetta skref til fulls, svo allir geti notið ágóðans. Einnig er mikilvægt að gerð sé úttekt á gæðum ökunáms og aukinna ökuréttinda yfir höfuð en það er efni í aðra grein.“ Leigubílar Tækni Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 „Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 20. júlí 2023 21:00 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp til Vísis. Hopp leigubílar hófu formlega rekstur í júní og buðu öllum leigubílstjórum til liðs við sig. Hreyfill meinaði hinsvegar sínum bílstjórum að keyra fyrir Hopp. Mat Samkeppniseftirlitsins lá fyrir í júlí um það að leigubílastöðinni væri það ekki heimilt. Bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar í málinu gildir til 31. janúar. Allt sniðið að fullri vinnu bílstjóra Sæunn Ósk segir í svörum sínum til Vísis að það sé ekki einfalt né auðvelt að koma inn á markað sem hafi verið eins í áttatíu ár. „Það var erfitt að sinna ferðabeiðnum í fyrstu en við höfum verið að styrkja grunninn hjá okkur jafnt og þétt og ná betri tökum á verkefninu. Nýju lögin um leigubíla gengu ekki nógu langt, að okkar mati og voru í raun uppfærð fyrir „gamla kerfið“ frekar en að stuðla að því að ná jafnvægi á leigubílamarkaði og skapa forsendur fyrir því að lækka verð til neytenda.“ Hún segir Hopp leigubíla til dæmis ekki fá inn bílstjóra í hlutastarf til að ráða við eftirspurn á háannatíma. Allt sé sniðið að því að leigubílaakstur sé hafður að fullri vinnu. „Samkeppnisumhverfið hefur einnig reynst okkur svolítið erfitt, enda var verið að reyna að kaffæra okkur áður en við náum að byrja að vaxa og raunverulega keppa. Til dæmis er stærsta leigubílastöðin búin að banna sínum bílstjórum að keyra með Hopp appinu, þrátt fyrir að lögin heimili að þeir taki ferðir í gegnum appið og þeir gætu aukið tekjur sínar þannig. Leigubílstjórar á Íslandi eru sjálfstætt starfandi verktakar.“ Notendum fjölgi á sama tíma Sæunn segir að á sama tíma horfi stjórnendur Hopp leigubíla upp á talsverða fjölgun á notendum leigubíla sinna. Hún segir það ekki fara á milli mála að neytendur vilji vita hvað það kosti að taka bíl áður en hann er pantaður. „Við erum að bæta við okkur bílstjórum, hægt, en jafnt og þétt og kenna þeim á húgbúnaðinn en þetta horfir allt í rétta átt. Það var alveg viðbúið að það yrði krefjandi að koma ný inn og ætla að hrista upp í markaðnum og við áttum erfitt með að svara eftirspurn, sérstaklega til að byrja með. Hopp hefur sýnt það og sannað að það er komið til að vera. Við höfum aldeilis hrist upp í ferðavenjum borgarbúa og munum halda því áfram.“ Of dýrt og tímafrekt að sækja réttindi Sæunn segir að enn sé of erfitt að öðlast réttindi til leigubílaaksturs. Umhverfið hafi reynst Hopp leigubílum mjög þungt og mikil vinna hafi farið í að þrýsta á alla aðila og stofnanir sem komi að leigubílaakstri. „Það er bæði of dýrt og tímafrekt að sækja sér réttindi í núverandi regluverki og tryggingarnar eru of háar svo fýsilegt sé að keyra leigubíl í hlutastarfi,“ segir Sæunn. Hún segir námsskrá fyrir ökunámið, líkt og ný lög, ekki hafa verið uppfærð fyrir 21. öldina. Til standi að gefa út nýja námsskrá sem eigi að stytta námið. „Við bindum miklar vonir við að það sé hreinsað duglega til í regluverkinu, því okkur finnst að það eigi ekki að vera útilokað fyrir t.d. háskólanema að sækja sér réttindi á einfaldan hátt og keyra um helgar. Það er frekar ólíklegt að fólk borgi uþb. 500.000 kr. og sitji námskeið í margar vikur til að sækja sér réttindi til geta sinnt hlutastarfi.“ Hún segir leigubílaakstur á Íslandi dýrustu aukavinnu í heimi, enda þurfi svo að borga himinháar tryggingar eftir að það er búið að punga út fyrir leyfisbréfum. Ökumaður borgi um það bil 80 þúsund krónur á mánuði í iðgjöld óháð því hvort ekið sé 1-2 kvöld í mánuði eða þrjátíu. „Það þarf ekki excel-skjal til að sýna að þetta dæmi gengur ekki upp. Við erum búin að vera að þrýsta á tryggingafélögin að bæta úr þessu en ennþá hefur ekkert þeirra komið til móts við okkur. Við bíðum spennt eftir því að sjá hvert þeirra hoppar á vagninn við að koma jafnvægi á leigubílaþjónustu, sem er gríðarlega stórt neytendamál.“ Mælarnir bjóði upp á villta vestrið Spurð hver staða reksturs Hopp leigubíla sé segir Sæunn að ekki sé verið að gera fyrirtækinu auðvelt fyrir. Hopp appið sé farveita eins og Uber þar sem neytandinn sjái verðið. „Hvaða bílstjóri er að fara að keyra hann, hvar bíllinn er staddur og hvað ferðin tekur langan tíma. Greiðslan fer fram í Hopp appinu og geta bílstjórar ekki breytt verðinu. Þetta er það sem neytandinn hefur valið það í öðrum löndum og hlýtur að vera vilji íslenskar neytenda líka,“ segir Sæunn. „Nýja löggjöfin ýtir öllum nýjum bílstjórum á mæli og er það að okkar mati villta vestrið. Þegar sest er upp í leigubíl í dag, af götunni, er nánast ómögulegt að vita hvað ferðin kostar eða að skilja verðskrána ef hún er yfir höfuð sýnileg. Neytendur vilja gagnsæi og það sama á við ferðamenn sem sækja landið heim.“ Stjórnvöld þurfi að stíga skrefið til fulls Sæunn rifjar upp að ESA hafi komist að þeirri niðurstöðu í janúar 2021 að löggjöf um leigubíla á Íslandi hafi falið í sér óréttmæta takmörkun og brotið í bága við EES-samninginn. „Í framhaldi af því voru sett ný lög sem tóku gildi þann 1. apríl sl. Við getum ekki séð að búið sé að fjarlægja óréttmætar hindranir til aksturs leigubifreiða og því hlýtur ESA að vera að skoða nýju lögin,“ segir Sæunn. „Okkur finnst mikilvægt að Innviðaráðuneytið geri heildstæða úttekt á lögunum og öðru regluverki eins fljótt og auðið er. Vinna þarf að hefjast við að lagfæra lögin og aðlaga þau að þeim markmiðum sem voru til staðar í upphafi. Það þarf að klára að stíga þetta skref til fulls, svo allir geti notið ágóðans. Einnig er mikilvægt að gerð sé úttekt á gæðum ökunáms og aukinna ökuréttinda yfir höfuð en það er efni í aðra grein.“
Leigubílar Tækni Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 „Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 20. júlí 2023 21:00 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01
„Bílstjórarnir sjálfir orðið fyrir tekjumissi“ Framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem telur Hreyfli hafa verið óheimilt að heimila ekki bílstjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigubílum. Framkvæmdastjórinn segir bæði Hopp og leigubílstjóra hafa orðið fyrir tekjumissi vegna þessa. Framkvæmdastjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 20. júlí 2023 21:00