Opna aðra lyftuna í fyrra fallinu eftir sprenginguna í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2023 11:58 Langar raðir, fólks og bíla, mynduðust í Bláfjöllum í gær. Vísir Örtröð myndaðist í Bláfjöllum í gær þegar fimm þúsund manns lögðu leið sína í brekkurnar. Framkvæmdastjóri segir daginn einn þann allra fjölmennasta frá því hann hóf störf. Langar raðir myndist óhjákvæmilega þegar slíkur fjöldi komi saman. Ekki hafi verið hægt að opna fleiri lyftur vegna manneklu. Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól. Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Eins og sjá mátti af myndum úr Bláfjöllum í gær voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis greinilega orðnir skíðaþyrstir eftir jólin. „Og veðrið var bara einstakt. Þannig að já, dagurinn í gær var bara sá stærsti eða einn sá stærsti sem ég hef upplifað síðan 2007,“ segir Magnús Árnason framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Hann segir um fimm þúsund manns hafa komið á svæðið í gær. Raðir á öllum vígstöðvum hafi orðið svo langar að margir hafi hreinlega aldrei komist á skíði, sem gerist óhjákvæmilega þegar „uppselt“ er á svæðið eins og í gær. „Við erum með þarna tvær stólalyftur í gangi í gær sem hvor um sig ber um 2500 manns upp á klukkutíma þannig það er gríðarlegur mokstur á lyftunum. Raðirnar voru langar í stólalyfturnar en að sögn fólks sem var í röðunum þá tóku þær ekki nema um tíu mínútur.“ Hefði getað stýrt umferð betur Aukafólk mannar iðulega vaktirnar í desember og fullmannað var í gær. Fast starfsfólk kemur ekki til starfa fyrr en í janúar, að sögn Magnúsar. „Þannig að ég hafði ekki aðgang að þessu fastafólki sem kemur í janúar nema tveimur af tólf. Það hefði breytt miklu, þá hefði ég getað haft fleiri lyftur opnar.“ Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Steingrímur Dúi Löng bílaröð myndaðist einnig inn á svæðið. Magnús er þó ekki endilega á því að leggja þurfi fleiri bílastæði. „Það voru bílastæði til staðar við skálana en fólk valdi það frekar að leggja á veginum og mynda þannig teppu,“ segir Magnús. „Svo hefðum við auðvitað getað verið með betri stýringar á þessu. Við gátum opnað svokallaða vesturgötu þannig að við mynduðum hringstreymi á svæðinu fyrir bíla sem hjálpar alltaf til. En við hefðum mögulega getað stýrt umferðinni betur.“ Skíðasvæðið er opið í dag og önnur stólalyftan verður opnuð í fyrra fallinu, klukkan eitt. Magnús gerir þó ekki ráð fyrir jafnmörgum gestum og í gær. „Það spáir samt, eins og núna og næstu daga, góðu veðri og fínu í dag líka, þó það verði skýjað. Það á að detta niður vindurinn klukkan eitt. Þannig að ég geri bara ráð fyrir mjög góðum degi eins og vanalega er milli jóla og nýárs en ekki þeirri sprengju sem var í gær.“ Hér fyrir neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þegar Bláfjöll voru opnuð í fyrsta sinn í vetur rétt fyrir jól.
Skíðasvæði Kópavogur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22 Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28 Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27. desember 2023 16:22
Troðfullar brekkur í Bláfjöllum Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni. 22. desember 2023 20:28
Aðstæður eins og í Austurríki Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag. 22. desember 2023 11:22