Jóladagur féll nú á mánudag og það þýddi að leiknir voru NFL-leikir á þessum degi.
Oftast er reyndar bara einn NFL-leikur spilaður á mánudegi en NFL-deildin ákvað að stilla upp þremur leikjum á þessum degi í ár.
Það er óhætt að segja að NFL hafi pakkað NBA saman í sjónvarpsáhorfi þessi jólin.
29,2 milljónir horfðu á leik Kansas City Chiefs og Las Vegas Radiers sem var einn af þessum þremur NFL-leikjum á jóladegi.
Fimm leikir fóru fram í NBA þennan dag en aðeins 14,4 milljónir horfðu á þá fimm leiki samanlagt.
Tvisvar sinnum fleiri horfðu því á þennan eina NFL-leik miðað við samanlagt áhorf á alla NBA leiki dagsins.
Þessar tölur segja ýmislegt en ekki síst um vinsældir ameríska fótboltans í bandarísku sjónvarpi.
The Chiefs-Raiders game on Christmas Day averaged 29.2 million viewers.
— Joe Pompliano (@JoePompliano) December 28, 2023
That's 2x more viewers than all FIVE of the NBA's Christmas Day games...combined.
5 NBA Games: 14.4 million viewers
Chiefs-Raiders: 29.2 million viewers
Safe to say the NFL now owns Christmas Day. pic.twitter.com/zqOHyBvs9n