Trump ekki kjörgengur í Maine Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2023 06:51 Trump verður hvorki á kjörseðlum í Maine né Colorado, að óbreyttu. AP/Geoff Stellfox Innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem meðal annars hefur umsjón með framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur ákveðið að Donald Trump sé ekki kjörgengur vegna framgöngu hans þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington árið 2021. Þetta þýðir að Trump verður að óbreyttu ekki á kjörseðlum í ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári. Shenna Bellows greindi frá ákvörðun sinni í gær en hún tók málið til athugunar eftir að kæra var lögð fram af hópi íbúa. Sagðist hún ekki hafa komist að niðurstöðunni af léttúð; um væri að ræða fordæmalausa ákvörðun en það væri hins vegar einnig fordæmalaust að sitjandi forseti hvetji til uppreisnar. Maine er annað ríkið á eftir Colorado sem kemst að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ákvörðun Bellows fer nú fyrir dómstóla og talsmenn Trump hafa heitið því að berjast með öllum ráðum til að fá henni snúið. Lagaspekingar hafa fært rök fyrir því að Trump sé ekki kjörgengur þar sem stjórnarskráin kveður á um að þeir séu ekki hæfir til að gegna embætti sem hafa tekið þátt í uppreisn. Ákvæðinu var upphaflega ætlað að tryggja að Suðurríkjasambandssinnar kæmust ekki aftur til valda. Tilraunum til að halda Trump af kjörseðlinum í Minnesota, New Hampshire og Michigan hafa mistekist en þess ber að geta að fjölmargir andstæðingar Trump telja óvarlegt að fara þessa leið til að freista þess að halda honum frá Hvíta húsinu. Best sé að sigra hann í kosningum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Sjá meira
Þetta þýðir að Trump verður að óbreyttu ekki á kjörseðlum í ríkinu í forsetakosningunum á næsta ári. Shenna Bellows greindi frá ákvörðun sinni í gær en hún tók málið til athugunar eftir að kæra var lögð fram af hópi íbúa. Sagðist hún ekki hafa komist að niðurstöðunni af léttúð; um væri að ræða fordæmalausa ákvörðun en það væri hins vegar einnig fordæmalaust að sitjandi forseti hvetji til uppreisnar. Maine er annað ríkið á eftir Colorado sem kemst að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ákvörðun Bellows fer nú fyrir dómstóla og talsmenn Trump hafa heitið því að berjast með öllum ráðum til að fá henni snúið. Lagaspekingar hafa fært rök fyrir því að Trump sé ekki kjörgengur þar sem stjórnarskráin kveður á um að þeir séu ekki hæfir til að gegna embætti sem hafa tekið þátt í uppreisn. Ákvæðinu var upphaflega ætlað að tryggja að Suðurríkjasambandssinnar kæmust ekki aftur til valda. Tilraunum til að halda Trump af kjörseðlinum í Minnesota, New Hampshire og Michigan hafa mistekist en þess ber að geta að fjölmargir andstæðingar Trump telja óvarlegt að fara þessa leið til að freista þess að halda honum frá Hvíta húsinu. Best sé að sigra hann í kosningum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Sjá meira