Formúla 1

Schumacher keyrður um í Mercedes bíl til að örva heila hans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michael Schumacher keppti fyrir Mercedes á lokaárum sínum í Formúlu 1.
Michael Schumacher keppti fyrir Mercedes á lokaárum sínum í Formúlu 1. getty/Hoch Zwei

Ýmislegt er gert í ummönnum Michaels Schumachers. Meðal annars er reynt að vekja upp tengsl við ökumannsferill hans.

Í dag eru tíu ár síðan Schumacher slasaðist alvarlega í skíðaslysi í frönsku ölpunum. Síðan þá hefur hann ekki sést opinberlega og lítið er vitað um ástand hans.

Undanfarið hefur samt eitt og annað varðandi ummönnum hans komið fram í dagsljósið.

Schumacher er meðal annars keyrður um í Mercedes AMG bíl til að örva heila hans með kunnuglegum bílahljóðum.

Allt að fimmtán læknar, nuddarar og aðstoðarmenn koma að ummönnun Schumachers allan sólarhringinn á heimili fjölskyldu hans við Genfarvatnið í Sviss.

Schumacher, sem verður 55 ára í næstu viku, varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1; tvisvar sinnum með Benneton og fimm sinnum með Ferrari. Síðustu þrjú tímabil sín í Formúlu 1 keppti Schumacher fyrir Mercedes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×