Leynilegt geimfar á hærri sporbraut en áður Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 09:52 X-37B hefur varið miklum tíma út í geim frá því geimskipið leynilega var fyrst tekið í notkun árið 2010. AP Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX skutu í nótt leynilegu geimfari bandaríska hersins út í geim. Geimfarið X-37B er talið eiga að vera á braut um jörðu í að minnsta kosti tvö ár. Enginn er um borð en eins og áður ber geimfarið leynilegar tilraunir bandarískra vísindamanna. Þetta er í sjöunda sinn sem X-37B er skotið út í geim og frá fyrsta fluginu árið 2010 hefur geimfarið, sem smíðað var af verkfræðingum Boeing, varið rúmum tíu árum á braut um jörðu. Síðasta ferð geimfarsins varði tvö og hálft ár. Geimfarið er hannað til að þurfa ekki geimfara og hefur sjálfvirkan lendingarbúnað sem lendir geimfarinu eins og geimskutlunum gömlu en X-37B svipar mjög til þeirra. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft fyrir rúmum tveimur vikum en geimskotinu var frestað þar til í nótt vegna veðurs og tæknilegra vandamála. Notast var við Falcon Heavy eldflaug SpaceX, sem er í raun þrjár Falcon 9 eldflaugar festar saman. Falcon Heavy getur komið nærri því 64 tonnum á sporbraut. Liftoff! pic.twitter.com/m8bYx9Enb7— SpaceX (@SpaceX) December 29, 2023 Stutt er síðan kínverskir geimvísindamenn skutu svipuðu leynilegu geimfari sem kallast „Himneskur dreki“ á braut um jörðu í þriðja sinn frá 2020. Það er einnig sagt hafa borið leynilegar tilraunir á braut um jörðu en áhugamenn segja geimfarið einnig hafa borið sex hluti á sporbraut. Í fyrstu fimm geimferðunum var X-37B skotið á loft með Atlas V eldflaug United Launch Alliance. Í maí 2020 var svo notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Það að notast hafi verið við Falcon Heavy að þessu sinni þykir til marks um að geimfarinu hafi verið skotið á hærri sporbraut en áður. Falcon Heavy hefur burði til að bera farm eins og X-37B í allt að 35 þúsund kílómetra háa sporbraut, samkvæmt frétt Reuters. Það eina sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt um þessa nýjust geimferð er að hún feli í sér tilraunir sem snúa að nýrri tækni og tilraunir varðandi eftirlit á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Tækni SpaceX Tengdar fréttir Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Þetta er í sjöunda sinn sem X-37B er skotið út í geim og frá fyrsta fluginu árið 2010 hefur geimfarið, sem smíðað var af verkfræðingum Boeing, varið rúmum tíu árum á braut um jörðu. Síðasta ferð geimfarsins varði tvö og hálft ár. Geimfarið er hannað til að þurfa ekki geimfara og hefur sjálfvirkan lendingarbúnað sem lendir geimfarinu eins og geimskutlunum gömlu en X-37B svipar mjög til þeirra. Upprunalega stóð til að skjóta geimfarinu á loft fyrir rúmum tveimur vikum en geimskotinu var frestað þar til í nótt vegna veðurs og tæknilegra vandamála. Notast var við Falcon Heavy eldflaug SpaceX, sem er í raun þrjár Falcon 9 eldflaugar festar saman. Falcon Heavy getur komið nærri því 64 tonnum á sporbraut. Liftoff! pic.twitter.com/m8bYx9Enb7— SpaceX (@SpaceX) December 29, 2023 Stutt er síðan kínverskir geimvísindamenn skutu svipuðu leynilegu geimfari sem kallast „Himneskur dreki“ á braut um jörðu í þriðja sinn frá 2020. Það er einnig sagt hafa borið leynilegar tilraunir á braut um jörðu en áhugamenn segja geimfarið einnig hafa borið sex hluti á sporbraut. Í fyrstu fimm geimferðunum var X-37B skotið á loft með Atlas V eldflaug United Launch Alliance. Í maí 2020 var svo notast við Falcon 9 eldflaug SpaceX. Það að notast hafi verið við Falcon Heavy að þessu sinni þykir til marks um að geimfarinu hafi verið skotið á hærri sporbraut en áður. Falcon Heavy hefur burði til að bera farm eins og X-37B í allt að 35 þúsund kílómetra háa sporbraut, samkvæmt frétt Reuters. Það eina sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt um þessa nýjust geimferð er að hún feli í sér tilraunir sem snúa að nýrri tækni og tilraunir varðandi eftirlit á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Tækni SpaceX Tengdar fréttir Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15 Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B. 14. nóvember 2022 11:15
Leynilegt geimskot nýs geimfars í Kína Mikil leynd hvílir yfir farmi Long March-2F eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta geimfarinu á lofti. Starfsfólki og öðrum sem voru við skotpallinn í morgun var meinað að taka myndir eða myndbönd af geimskotinu. 4. september 2020 12:04
Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08