Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. desember 2023 10:00 Kaffispjallið á Vísi á laugardögum er alltaf jafn vinsælt en þar svara gestir nokkrum laufléttum spurningum, alltaf þeim sömu nema einni sem er sérsniðin. Skilyrði kaffispjallsins er að gestir mega ekki hitta ljósmyndara í vinnunni enda snýst lífið um svo margt annað en eingöngu vinnuna. Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. Morgunrútínan er til dæmis afar mismunandi hjá fólki, sem ýmist skilgreinir sig sem A eða B týpur. Sumir snúsa eins lengi og hægt er, aðrir skella sér í ræktina, út með hundinn, spila með fjölskyldumeðlimum eða dekra makann með kaffi í rúmið. Hér rifjum við upp kaffispjallið með nokkrum á árinu sem er að líða. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður á mjög auðvelt með að grenja úr hlátri, ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Sævar Freyr Þráinsson breytti um starfsvettvang á árinu sem er að líða. Þegar Vísir hafði samband við hann fyrir kaffispjallið var Sævar bæjarstjórinn á Akranesi. Þegar kaffispjallið birtist var hann tilkynntur nýráðinn forstjóri OR. Sem dæmi um skemmtilegar morgunvenjur má nefna spilamennskuna. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 byrjar flesta daga á því að spila við yngri dóttur sína og Egill Halldórsson eigandi Wake Up Reykjavík og Górillu Vöruhúss byrjar daginn á því að spila Backgammon við kærustuna. Síðan er það rómantíkin. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er einn þeirra sem byrjar alltaf daginn á kaffi með eiginkonunni í rúminu. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, byrjar daginn á útileikfimi með eiginmanninum en viðurkennir gamla ást til söngvara Duran Duran. Ekki er laust við að eimi af þeirri hrifningu enn miðað við svör Sólrúnar. Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias, markaðsstjóri Hooblamissir missir hins vegar kúlið yfir rómantískum myndum, þá sérstaklega Notebook sem teljast verður ein rómantískasta mynd allra tíma. Gamlir fjölmiðlamenn halda áfram sem virkir fréttafíklar þótt starfsvettvangurinn breytist. Þetta má glöggt sjá í svörum Tinna Sveinssonar framkvæmdastjóri LóuLóu og Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi. Tónlist er áberandi hjá mörgum gestum í kaffispjallinu en hjá Brynju Baldursdóttur forstjóra Greiðslumiðlunar Íslands, er það dansinn sem tryllir. Af A týpum skoraði Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant sennilega hæst, svo snemma vaknar hún. Af B týpum má nefna Ástu Dís Óladóttur prófessor og formann Jafnvægisvogar FKA sem segist liggja í rúminu í svona korter til tuttugu mínútur og íhuga að fara á fætur, áður en það síðan tekst. Margir nefna að með aldrinum þróist þeir frá því að vera B týpur í A týpur og er Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs einn þeirra, sem fer vel gaddaður framúr á morgnana. Loks má nefna fjölmörg góð ráð sem gestir í kaffispjallinu veita, meðvitað eða ómeðvitað. Til dæmis að fjölskyldumeðlimir séu spurðir yfir kvöldmatnum Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag? eins og algengt er heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra Byko. Eða það ráð frá Kristínu Sverrisdóttur verkstjóra framleiðsludeildar hjá Össuri og ráðstefnustýru hjá UAK sem hefur slökkt á öppum í símanum sínum til klukkan átta á morgnana. Fleiri skemmtileg svör frá gestum í kaffispjallinu má sjá HÉR. Kaffispjallið Tengdar fréttir Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01 „Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01 Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01 Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01 Fannst liggja beint við að verða forseti Íslands Ragnhildur Ágústsdóttir, einn stofnenda og eigenda Lava Show er oftar en ekki kölluð LadyLava. Ragnhildur ólst upp í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og fannst því liggja beinast við að verða forseti þegar hún yrði stór. Eða jafnvel álfkona. 25. nóvember 2023 10:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Morgunrútínan er til dæmis afar mismunandi hjá fólki, sem ýmist skilgreinir sig sem A eða B týpur. Sumir snúsa eins lengi og hægt er, aðrir skella sér í ræktina, út með hundinn, spila með fjölskyldumeðlimum eða dekra makann með kaffi í rúmið. Hér rifjum við upp kaffispjallið með nokkrum á árinu sem er að líða. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður á mjög auðvelt með að grenja úr hlátri, ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Sævar Freyr Þráinsson breytti um starfsvettvang á árinu sem er að líða. Þegar Vísir hafði samband við hann fyrir kaffispjallið var Sævar bæjarstjórinn á Akranesi. Þegar kaffispjallið birtist var hann tilkynntur nýráðinn forstjóri OR. Sem dæmi um skemmtilegar morgunvenjur má nefna spilamennskuna. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 byrjar flesta daga á því að spila við yngri dóttur sína og Egill Halldórsson eigandi Wake Up Reykjavík og Górillu Vöruhúss byrjar daginn á því að spila Backgammon við kærustuna. Síðan er það rómantíkin. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er einn þeirra sem byrjar alltaf daginn á kaffi með eiginkonunni í rúminu. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, byrjar daginn á útileikfimi með eiginmanninum en viðurkennir gamla ást til söngvara Duran Duran. Ekki er laust við að eimi af þeirri hrifningu enn miðað við svör Sólrúnar. Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Akademias, markaðsstjóri Hooblamissir missir hins vegar kúlið yfir rómantískum myndum, þá sérstaklega Notebook sem teljast verður ein rómantískasta mynd allra tíma. Gamlir fjölmiðlamenn halda áfram sem virkir fréttafíklar þótt starfsvettvangurinn breytist. Þetta má glöggt sjá í svörum Tinna Sveinssonar framkvæmdastjóri LóuLóu og Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi. Tónlist er áberandi hjá mörgum gestum í kaffispjallinu en hjá Brynju Baldursdóttur forstjóra Greiðslumiðlunar Íslands, er það dansinn sem tryllir. Af A týpum skoraði Sigþrúður Ármann, Culture & Communication Manager hjá Controlant sennilega hæst, svo snemma vaknar hún. Af B týpum má nefna Ástu Dís Óladóttur prófessor og formann Jafnvægisvogar FKA sem segist liggja í rúminu í svona korter til tuttugu mínútur og íhuga að fara á fætur, áður en það síðan tekst. Margir nefna að með aldrinum þróist þeir frá því að vera B týpur í A týpur og er Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs einn þeirra, sem fer vel gaddaður framúr á morgnana. Loks má nefna fjölmörg góð ráð sem gestir í kaffispjallinu veita, meðvitað eða ómeðvitað. Til dæmis að fjölskyldumeðlimir séu spurðir yfir kvöldmatnum Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag? eins og algengt er heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra Byko. Eða það ráð frá Kristínu Sverrisdóttur verkstjóra framleiðsludeildar hjá Össuri og ráðstefnustýru hjá UAK sem hefur slökkt á öppum í símanum sínum til klukkan átta á morgnana. Fleiri skemmtileg svör frá gestum í kaffispjallinu má sjá HÉR.
Kaffispjallið Tengdar fréttir Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01 „Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01 Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01 Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01 Fannst liggja beint við að verða forseti Íslands Ragnhildur Ágústsdóttir, einn stofnenda og eigenda Lava Show er oftar en ekki kölluð LadyLava. Ragnhildur ólst upp í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og fannst því liggja beinast við að verða forseti þegar hún yrði stór. Eða jafnvel álfkona. 25. nóvember 2023 10:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist hafa týnt jólabarninu svolítið í sér um tíma. Það er þó að breytast aftur og í dag gefur hún sjálfri sér sex í einkunn sem jólabarn á skalnum 1-10. Með stækkandi fjölskyldu eru nýjar hefðir að bætast við um jólin. 23. desember 2023 10:01
„Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. 16. desember 2023 10:01
Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01
Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01
Fannst liggja beint við að verða forseti Íslands Ragnhildur Ágústsdóttir, einn stofnenda og eigenda Lava Show er oftar en ekki kölluð LadyLava. Ragnhildur ólst upp í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og fannst því liggja beinast við að verða forseti þegar hún yrði stór. Eða jafnvel álfkona. 25. nóvember 2023 10:01