Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2023 20:00 Heila línan táknar fyrsta áfanga varnargarðsins um Grindavík, sem byrjað verður á eftir helgi. Þegar yfir lýkur mun garðurinn ná nær alveg umhverfis bæinn en hvar nákvæmlega hann mun liggja hefur ekki verið gefið út. Brotalínurnar gefa þannig aðeins hugmynd um umfangið, eru ekki lýsandi fyrir varnargarðana eins og þeir verða. Vísir/Arnar/Sara Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. Fyrsti hluti varnargarðsins mun liggja nokkurn veginn eins og myndin hér efst í fréttinni sýnir. Hann á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar. Þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga verður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri heldur en varnargarðurinn sem nú þegar hefur verið byggður í Svartsengi. Við ætlum að hefja strax undirbúning í dag og svo framkvæmdir í framhaldinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Garðarnir skili fólki heim Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur telur garðinn, sem verður þó ekki tilbúinn fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði, munu eiga stóran þátt í því hvort Grindvíkingar snúi heim. „Já, ég gæti vel trúað því. Það er ekki tímabært endilega að flytja heim vegna þess að garðurinn er ekki kominn núna. En ég hugsa að það hugsi sér margir til heimkomunnar, vitandi af garðinum, og sérstaklega þegar hann verður kominn. Það mun auka öryggi okkar til muna,“ segir Fannar. Landris í Svartsengi hefur nú náð sambærilegum hæðum og rétt fyrir eldgosið 18. desember, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar - sem gaf út uppfært hættumatskort fyrir svæðið í dag. Veðurstofan telur auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Hættustigi á svæðinu verður þó haldið óbreyttu næstu daga en í dag var formlega bætt við hættu á hraunrennsli og gasmengun innan bæjarins. Þetta undirstrikar brýna þörf á varnargörðunum, að mati bæjarstjórans. „Hann skiptir miklu máli fyrir íbúana, og búsetuna í Grindavík og atvinnulífið líka. Því það er ekki langt í upptökin eins og þau birtust okkur núna þann 18. desember og ef það kemur gos að nýju þá gæti hraun komið upp og runnið til suðurs í átt að Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Fyrsti hluti varnargarðsins mun liggja nokkurn veginn eins og myndin hér efst í fréttinni sýnir. Hann á að verja Grindavík norðanverða, beggja megin Grindavíkurvegar. Þegar yfir lýkur munu varnargarðar þó ná næstum alveg utan um bæinn. Kostnaður við fyrsta áfanga verður um hálfur milljarður króna en heildarkostnaður upp undir sex milljarðar. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri heldur en varnargarðurinn sem nú þegar hefur verið byggður í Svartsengi. Við ætlum að hefja strax undirbúning í dag og svo framkvæmdir í framhaldinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Garðarnir skili fólki heim Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur telur garðinn, sem verður þó ekki tilbúinn fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði, munu eiga stóran þátt í því hvort Grindvíkingar snúi heim. „Já, ég gæti vel trúað því. Það er ekki tímabært endilega að flytja heim vegna þess að garðurinn er ekki kominn núna. En ég hugsa að það hugsi sér margir til heimkomunnar, vitandi af garðinum, og sérstaklega þegar hann verður kominn. Það mun auka öryggi okkar til muna,“ segir Fannar. Landris í Svartsengi hefur nú náð sambærilegum hæðum og rétt fyrir eldgosið 18. desember, samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar - sem gaf út uppfært hættumatskort fyrir svæðið í dag. Veðurstofan telur auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur. Hættustigi á svæðinu verður þó haldið óbreyttu næstu daga en í dag var formlega bætt við hættu á hraunrennsli og gasmengun innan bæjarins. Þetta undirstrikar brýna þörf á varnargörðunum, að mati bæjarstjórans. „Hann skiptir miklu máli fyrir íbúana, og búsetuna í Grindavík og atvinnulífið líka. Því það er ekki langt í upptökin eins og þau birtust okkur núna þann 18. desember og ef það kemur gos að nýju þá gæti hraun komið upp og runnið til suðurs í átt að Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01 Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42 Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Svona mun varnargarðurinn við Grindavík líta út Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur tilkynnt að ráðist verði í fyrsta áfanga varnargarða við Grindavík og er undirbúningur framkvæmdanna þegar hafin. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði um 7 km að lengd og að hann muni liggja að mestu í hápunktum í landinu ofan og umhverfis Grindavík. 29. desember 2023 18:01
Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. 29. desember 2023 17:42
Breytt hætta í Grindavík vegna mögulegs hraunflæðis Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumatskort sem er byggt á samtúlkun gagna á samráðsfundi vísindafólks sem var haldinn var í morgun, en mat á hættustigi innan svæðanna er óbreytt frá því síðast. Hins vegar hefur þó verið gerð breyting á þeim hættum sem eru mögulegar innan Grindavíkur. Þar hafa bæst við hættur vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar. 29. desember 2023 15:24