Í frétt á vef stjórnarráðsins er birt mynd af hönnun garðsins og ljóst er að hann verður áberandi kennileiti bæjarins. Þar kemur fram að garðurinn muni þvera Grindavíkurveg og Suðurstrandaveg og liggja samsíða Nesvegi.
Þessar fréttir koma í kjölfar hvatningar frá bæjarstjórn Grindavíkur og bæjarstjóra Fannari Jónassyni sem segir skjót viðbrögð yfirvalda gríðarlega mikilvæg fyrir Grindvíkinga og þjóðina alla.
Fyrsti áfanginn verður sá sem Almannavarnir telja mikilvægastan en það er helmingur af hæð efsta hluta garðsins og þá verður staðan endurmetin með hliðsjón af stöðu og þróun jarðhræringa. Hæð varnargarðsins er mismunandi eftir staðsetningu í landinu og þróun jarðhræringa en garðurinn verður almennt um sex til tíu metrar.
Lagt er til að í fyrstu lotu verði einungis byggður helmingur af hæð efsta hluta garðsins og staðan þá endurmetin, m.a. með hliðsjón af stöðu og þróun jarðhræringa. Hæð varnargarðsins er mismunandi eftir staðsetningu í landinu og þróun jarðhræringa en garðurinn verður almennt um 6 -10 m.
Varnargarðurinn verður byggður í tveimur áföngum, nyrsti hlutinn fyrst og aðrir hlutar í vor eða sumar á næsta ári. Tekið er fram að flýta muni byggingu annarra hluta varnargarðarins ef augljós breyting verði á virkni. Þannig verður forgangsraðað með tilliti til eldgosahættu.