Lífið

Ari þorir ekki að gera grín að Sindra

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ari gerir grín að ýmsu en þorir ekki í Sindra.
Ari gerir grín að ýmsu en þorir ekki í Sindra. Skjáskot

Grínistinn Ari Eldjárn gerir grín að ýmsu en segist aldrei þora að gera grín að Sindra Sindrasyni. Þetta segir hann í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona Stöðvar 2 var stödd í Háskólabíó þar sem Ari Eldjárn er að setja upp sýninguna Áramótaskop um þessar mundir þar sem hann gerir upp árið sem líður með gríni. Margrét spyr Ara hvort hann geti ekki gert smá grín að Sindra Sindrasyni fréttaþuli í settinu og Ari tekur strax fyrir það.

„Nei ég myndi reyndar aldrei þora að gera grín að Sindra Sindrasyni. Það er ekki til maður sem er með hvassari og sneggri tungu ef einhver gerir eitthvað á hans hlut og hann situr í settinu þarna. Ég er ekki að fara að leggja eitthvað færi upp fyrir hann þar,“ segir Ari og hlær.

Ari segist skulu hugsa um það ef einhver gesta sýningarinnar sendir smáskilaboð í hlé. Aðspurður hvort þetta hafi verið áskorun segir Ari: „mögulega.“

Horfa má á skoplegt atvikið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×