Körfubolti

O.G. Anun­oby til Knicks í fimm manna skipti­pakka

Siggeir Ævarsson skrifar
OG Anunoby í leik með Toronto Raptors.
OG Anunoby í leik með Toronto Raptors. Vísir/Getty

New York Knicks og Toronto Raptors hafa komist að samkomulagi um að skipta á fimm leikmönnum, en stærstu nöfnin í pakkanum eru sennilega þeir OG Anun­oby sem fer frá Raptors og RJ Barrett sem heldur á heimaslóðir í Kanada.

Knicks eru sagðir hafa haft augastað á Anunoby í nokkurn tíma og telja hann passa vel saman varnarlega með þeim Jalen Brunson og Julius Randle. Körfuboltavéfréttin Sigurður Orri Kristjánsson er reyndar á þeirri skoðun að stærsti bitinn í þessum skiptum Immanuel Quickley, sem hefur verið að skora 15 stig að meðaltali af bekknum hjá Knicks í vetur.

Anunoby er tveggja metra framherji sem þykir nýtast vel á báðum endum vallarins. Á síðasta tímabili stal hann flestum boltum allra leikmanna í deildinni og var í kjölfarið valinn í fyrsta varnarlið ársins. Samningurinn hans rennur út í lok þessa tímabils en hann getur framlengt hann um eitt ár ef honum svo sýnist.

Skiptin í heild líta svona út

Til New York Knicks:

O.G. Anunoby

Precious Achiuwa

Malachi Flynn

Til Toronto Raptors:

RJ Barrett

Immanuel Quickley

Valréttur í annarri umferð nýliðavalsins 2024




Fleiri fréttir

Sjá meira


×