Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 12:12 Ljósmyndin er sögð sýna íbúðabyggingu í úkraínsku borginni Kharkív eftir hún varð fyrir rússneskri eldflaug í gær. Ap/Neyðarþjónusta Úkraínu Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira