Margrét Þórhildur stígur til hliðar Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 31. desember 2023 17:16 Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar. Max Mumby/Getty Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. Frá og með 14. janúar tekur því krónprinsinn, Friðrik, við krúnunni í landinu. Eftir ávarp sitt hlaut drottningin lófatak frá gestum á torginu við Amalíuborgar-höll. Hefð er fyrir því að fólk safnist þar saman á gamlársdag á meðan ávarpið er flutt. Í áramótaávarpi sínu rifjaði drottningin upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar á þessu ári. Á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni þar sem aldurinn væri farinn að segja til sín, og hvort ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Þess vegna ætlaði hún að draga sig í hlé á þeim tímamótum þegar 52 ár verða liðin frá því faðir hennar, Friðrik IX, lést og hún varð drottning, þá 32 ára gömul. Frá því í apríl á þessu ári. Getty/Patrick van Katwijk Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Frá því að spænska konungsfjölskyldan heimsótti Danmörku í nóvember á þessu ári. Getty/Carlos Alvarez Óhætt er að segja að þessi yfirlýsing drottningar kom dönsku þjóðinni í opna skjöldu. Þótt Friðrik hafi í vaxandi mæli tekið á sig ýmsar skyldur drottningar á undanförnum árum hefur það alltaf verið skilningur dönsku þjóðarinnar að Margrét Þórhildur yrði drottning á meðan hún lifði. Valdaskiptin munu eiga sér stað að loknum ríkisráðsfundi í Kristjánsborgarhöll þann fjórtánda janúar, eftir tvær vikur. Við það verður Friðrik krónprins formlega Friðrik X Danakonungur. Það mun ekki fara fram krýningarathöfn fyrir hann líkt og þekkist í Bretlandi. Friðrik er 55 ára gamall, fæddur í maí árið 1968. Hann er giftur hinni áströlsku Maríu Donaldson en þau kynntust árið 2000 þegar Friðrik var í opinberri heimsókn í Sydney vegna Ólympíuleikanna sem fóru fram í borginni. Þau eiga saman fjögur börn, Kristján, Ísabellu og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu. Friðrik ásamt Vincent.Getty/Tim Riediger Árið 2017 í fyrstu opinberu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Danmerkur fóru nokkrir íslenskir fjölmiðlar með og veitti Margrét Þórhildur þeim áheyrn. Hér fyrir neðan má sjá innslag Íslands í dag frá heimsókninni. Klippa: 19:10 - Danadrottning Heimir Már spurði drottninguna meðal annars að því hvort hlutverk konungs kæmi til með að vera öðruvísi þegar Friðrik tæki við af henni. Hverjar eru vonir yðar varðandi hlutverk konungsfjölskyldunnar í framtíðinni og telur yðar hátign að hlutverk konungs muni breytast mikið eftir að krónprinsinn tekur við af yður síðar á þessari öld? „Sonur minn og tengdadóttir munu að sjálfsögðu gegna hlutverkinu eins og þeim þykir best og tíðarandinn bíður. Það verður ekki með sama hætti og hjá mér og mínum manni og við gegndum hlutverkinu líka með öðrum hætti en foreldrar mínir, eins og eðlilegt er. Maður lifir með sinni samtíð og tímarnir breytast eins og þeir eiga líka að gera,“ sagði drottningin. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, að ræða við Margréti Þórhildi árið 2017.Vísir/Egill Þetta er í fyrsta sinn sem konungur eða drottning Danmerkur segir af sér krúnunni. Í fyrra olli það töluverðum titringi innan dönsku konungsfjölskyldunnar þegar Margrét Þórhildur tók prinsa- og prinsessutitlana af börnum Jóakims, yngri sonar hennar, svo einungis börn Friðriks, eldri sonarins, bæru þessa titla í framtíðinni. Margir töldu þá að drottningin væri að taka til í fjölskyldunni áður en hún yfirgæfi sviðið til þess að losa Friðrik við þessar óþægilegu ákvarðanir varðandi fjölskyldu bróður hans. Margrét Þórhildur hefur nokkrum sinnum komið til Íslands í valdatíð sinni, nú síðast í desember árið 2018 þegar Ísland fagnaði hundrað ára fullveldisafmæli. Meðal þess sem var á dagskrá drottningarinnar í þeirri heimsókn var að skoða sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur og snæða hátíðarkvöldverð í boði forsetahjónanna á Bessastöðum. Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tímamót Tengdar fréttir Margrét Þórhildur hætt að reykja Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul. 17. júní 2023 15:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Frá og með 14. janúar tekur því krónprinsinn, Friðrik, við krúnunni í landinu. Eftir ávarp sitt hlaut drottningin lófatak frá gestum á torginu við Amalíuborgar-höll. Hefð er fyrir því að fólk safnist þar saman á gamlársdag á meðan ávarpið er flutt. Í áramótaávarpi sínu rifjaði drottningin upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar á þessu ári. Á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni þar sem aldurinn væri farinn að segja til sín, og hvort ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Þess vegna ætlaði hún að draga sig í hlé á þeim tímamótum þegar 52 ár verða liðin frá því faðir hennar, Friðrik IX, lést og hún varð drottning, þá 32 ára gömul. Frá því í apríl á þessu ári. Getty/Patrick van Katwijk Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Frá því að spænska konungsfjölskyldan heimsótti Danmörku í nóvember á þessu ári. Getty/Carlos Alvarez Óhætt er að segja að þessi yfirlýsing drottningar kom dönsku þjóðinni í opna skjöldu. Þótt Friðrik hafi í vaxandi mæli tekið á sig ýmsar skyldur drottningar á undanförnum árum hefur það alltaf verið skilningur dönsku þjóðarinnar að Margrét Þórhildur yrði drottning á meðan hún lifði. Valdaskiptin munu eiga sér stað að loknum ríkisráðsfundi í Kristjánsborgarhöll þann fjórtánda janúar, eftir tvær vikur. Við það verður Friðrik krónprins formlega Friðrik X Danakonungur. Það mun ekki fara fram krýningarathöfn fyrir hann líkt og þekkist í Bretlandi. Friðrik er 55 ára gamall, fæddur í maí árið 1968. Hann er giftur hinni áströlsku Maríu Donaldson en þau kynntust árið 2000 þegar Friðrik var í opinberri heimsókn í Sydney vegna Ólympíuleikanna sem fóru fram í borginni. Þau eiga saman fjögur börn, Kristján, Ísabellu og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu. Friðrik ásamt Vincent.Getty/Tim Riediger Árið 2017 í fyrstu opinberu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Danmerkur fóru nokkrir íslenskir fjölmiðlar með og veitti Margrét Þórhildur þeim áheyrn. Hér fyrir neðan má sjá innslag Íslands í dag frá heimsókninni. Klippa: 19:10 - Danadrottning Heimir Már spurði drottninguna meðal annars að því hvort hlutverk konungs kæmi til með að vera öðruvísi þegar Friðrik tæki við af henni. Hverjar eru vonir yðar varðandi hlutverk konungsfjölskyldunnar í framtíðinni og telur yðar hátign að hlutverk konungs muni breytast mikið eftir að krónprinsinn tekur við af yður síðar á þessari öld? „Sonur minn og tengdadóttir munu að sjálfsögðu gegna hlutverkinu eins og þeim þykir best og tíðarandinn bíður. Það verður ekki með sama hætti og hjá mér og mínum manni og við gegndum hlutverkinu líka með öðrum hætti en foreldrar mínir, eins og eðlilegt er. Maður lifir með sinni samtíð og tímarnir breytast eins og þeir eiga líka að gera,“ sagði drottningin. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, að ræða við Margréti Þórhildi árið 2017.Vísir/Egill Þetta er í fyrsta sinn sem konungur eða drottning Danmerkur segir af sér krúnunni. Í fyrra olli það töluverðum titringi innan dönsku konungsfjölskyldunnar þegar Margrét Þórhildur tók prinsa- og prinsessutitlana af börnum Jóakims, yngri sonar hennar, svo einungis börn Friðriks, eldri sonarins, bæru þessa titla í framtíðinni. Margir töldu þá að drottningin væri að taka til í fjölskyldunni áður en hún yfirgæfi sviðið til þess að losa Friðrik við þessar óþægilegu ákvarðanir varðandi fjölskyldu bróður hans. Margrét Þórhildur hefur nokkrum sinnum komið til Íslands í valdatíð sinni, nú síðast í desember árið 2018 þegar Ísland fagnaði hundrað ára fullveldisafmæli. Meðal þess sem var á dagskrá drottningarinnar í þeirri heimsókn var að skoða sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur og snæða hátíðarkvöldverð í boði forsetahjónanna á Bessastöðum.
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tímamót Tengdar fréttir Margrét Þórhildur hætt að reykja Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul. 17. júní 2023 15:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Margrét Þórhildur hætt að reykja Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul. 17. júní 2023 15:43
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent