Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Rafn Ágúst Ragnarsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 1. janúar 2024 07:34 Inga Sæland kemur fram við heimili álfa af virðingu og segir þá berjast gegn fátækt. Vísir Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. Samkvæmt könnun á vegum Maskínu sem framkvæmd var á dögunum 19. til 27. desember trúir rúmur þriðjungur Íslendinga á álfa. Er þetta hækkun frá síðustu álfakönnun sem gerð var í nóvember ársins 2018 sem nemur rúm fimm prósentustig. Fólk sem kýs Flokk fólksins er líklegast til þess að kjósa álfa og samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar trúa rúm 60 prósent kjósenda flokksins á huldufólk. Hins vegar eru Viðreisnarmenn ólíklegastir til þess að trúa þar sem aðeins 23,2 prósent aðspurðra svöruðu játandi. Fast á hælum Viðreisnarmanna koma kjósendur Samfylkingarinnar og Pírata, þar á eftir Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn. Kjósendur Framsóknarflokksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna eru hvorir um sig með um helmingslíkur á huldufólkstrú. Álfar berjist gegn fátækt Í Kryddsíldinni á Stöð 2 voru leiðtogar stjórnmálaflokkanna spurðir út í þessa álfatrú. „Ég er allavega alin upp við það að á æskuheimili mínu í Breiðholti var steinn sem var látinn vera,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð um hvort hún tryði á álfa í Kryddsíldinni. Hún útskýrði það að þegar umræddur steinn hafi verið færður. „Fólkið í steininum vakti svolítið yfir okkur. Þannig ég er að segja það að ég held að þeir sú þarna, nálægt okkur.“ „Þú myndir henta mjög vel í hlutverk álfs í Lord of the Rings. Ég sé það alveg fyrir mér.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlauggson, formaður Miðflokksins, við Þorgerði. Hann greindi einnig frá því að hann væri gjarn á að týna hlutum og kenndi álfum um að nýleg Airpods-heyrnartól hans væru horfin. Líkt og áður segir er álfatrúin mest hjá Flokki fólksins. Inga Sæland formaður flokksins, segist trúa á þá. „Fallegar álfabyggðir hafa fengið að halda sér í Grafarholtinu. Ég geng aldrei öðruvísi fram hjá þeim, með mína litlu voffa, nema með því að heilsa þessu yndislegu álfunum. Kannski vegna þess að ég þori ekki öðru,“ sagði hún, en tók þó fram að mál álfa hefðu enn sem komið er ekki farið á stefnuskrá Flokks fólksins. „En álfarnir eru að hjálpa okkur í baráttunni við fátækt,“ bætti hún við. Álfatrúin dreifist misjafnlega eftir stétt, aldri, kyni og fleiru. Kynslóðabilið Í könnun Maskínu sögðu rétt rúm þrjátíu prósent aðspurðra karla trúa á álfa en rúmlega 41 prósent kvenna. Þá er það einnig áberandi eldri kynslóðin sem trúir og samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar trúir tæpur helmingur Íslendinga sextíu ára og eldri á álfa. Meðal yngri kynslóðanna er álfatrúin ekki algeng en þó er áhugavert að sjá að rúm 22 prósent landsmanna á bilinu 18-29 trúir á álfa. Hlutföllum álfatrúarinnar fer vaxandi með hækkandi aldri, rúm 26 prósent fólks á bilinu 30-39 trúir, tæp 38 prósent fólks á bilinu 40-49 ára og rúm 47 prósent fólks á bilinu 50-59 ára. Austlendingar líklegastir Það er einnig sterk fylgni milli þess hvar á landinu fólk á heima og hvort það trúi á álfa. Hæst er hlutfallið á Austurlandi þar sem rétt rúmur helmingur fólks, 51,3 prósent, trúa á álfa og lægst í Reykjavík þar sem hlutfallið er ekki nema 26,3 prósent. Sunnlendingar, Reykjanesbúar og Norðlendingar halda einnig sterkt í álfatrúna bæði með um 43 prósent. Efnamunur Aðeins 30 prósent fólks með háskólapróf trúir á álfa en tæp 44 prósent fólks með grunnskólamenntun eina. Þá er einnig fylgni milli heimilistekna og álfatrúar. Rúm 44 prósent fólks með lægra en 400 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði trúir á álfa en aðeins 24 prósent þeirra með 1.200 þúsund eða meira Kryddsíld Skoðanakannanir Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Samkvæmt könnun á vegum Maskínu sem framkvæmd var á dögunum 19. til 27. desember trúir rúmur þriðjungur Íslendinga á álfa. Er þetta hækkun frá síðustu álfakönnun sem gerð var í nóvember ársins 2018 sem nemur rúm fimm prósentustig. Fólk sem kýs Flokk fólksins er líklegast til þess að kjósa álfa og samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar trúa rúm 60 prósent kjósenda flokksins á huldufólk. Hins vegar eru Viðreisnarmenn ólíklegastir til þess að trúa þar sem aðeins 23,2 prósent aðspurðra svöruðu játandi. Fast á hælum Viðreisnarmanna koma kjósendur Samfylkingarinnar og Pírata, þar á eftir Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn. Kjósendur Framsóknarflokksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna eru hvorir um sig með um helmingslíkur á huldufólkstrú. Álfar berjist gegn fátækt Í Kryddsíldinni á Stöð 2 voru leiðtogar stjórnmálaflokkanna spurðir út í þessa álfatrú. „Ég er allavega alin upp við það að á æskuheimili mínu í Breiðholti var steinn sem var látinn vera,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, aðspurð um hvort hún tryði á álfa í Kryddsíldinni. Hún útskýrði það að þegar umræddur steinn hafi verið færður. „Fólkið í steininum vakti svolítið yfir okkur. Þannig ég er að segja það að ég held að þeir sú þarna, nálægt okkur.“ „Þú myndir henta mjög vel í hlutverk álfs í Lord of the Rings. Ég sé það alveg fyrir mér.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlauggson, formaður Miðflokksins, við Þorgerði. Hann greindi einnig frá því að hann væri gjarn á að týna hlutum og kenndi álfum um að nýleg Airpods-heyrnartól hans væru horfin. Líkt og áður segir er álfatrúin mest hjá Flokki fólksins. Inga Sæland formaður flokksins, segist trúa á þá. „Fallegar álfabyggðir hafa fengið að halda sér í Grafarholtinu. Ég geng aldrei öðruvísi fram hjá þeim, með mína litlu voffa, nema með því að heilsa þessu yndislegu álfunum. Kannski vegna þess að ég þori ekki öðru,“ sagði hún, en tók þó fram að mál álfa hefðu enn sem komið er ekki farið á stefnuskrá Flokks fólksins. „En álfarnir eru að hjálpa okkur í baráttunni við fátækt,“ bætti hún við. Álfatrúin dreifist misjafnlega eftir stétt, aldri, kyni og fleiru. Kynslóðabilið Í könnun Maskínu sögðu rétt rúm þrjátíu prósent aðspurðra karla trúa á álfa en rúmlega 41 prósent kvenna. Þá er það einnig áberandi eldri kynslóðin sem trúir og samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar trúir tæpur helmingur Íslendinga sextíu ára og eldri á álfa. Meðal yngri kynslóðanna er álfatrúin ekki algeng en þó er áhugavert að sjá að rúm 22 prósent landsmanna á bilinu 18-29 trúir á álfa. Hlutföllum álfatrúarinnar fer vaxandi með hækkandi aldri, rúm 26 prósent fólks á bilinu 30-39 trúir, tæp 38 prósent fólks á bilinu 40-49 ára og rúm 47 prósent fólks á bilinu 50-59 ára. Austlendingar líklegastir Það er einnig sterk fylgni milli þess hvar á landinu fólk á heima og hvort það trúi á álfa. Hæst er hlutfallið á Austurlandi þar sem rétt rúmur helmingur fólks, 51,3 prósent, trúa á álfa og lægst í Reykjavík þar sem hlutfallið er ekki nema 26,3 prósent. Sunnlendingar, Reykjanesbúar og Norðlendingar halda einnig sterkt í álfatrúna bæði með um 43 prósent. Efnamunur Aðeins 30 prósent fólks með háskólapróf trúir á álfa en tæp 44 prósent fólks með grunnskólamenntun eina. Þá er einnig fylgni milli heimilistekna og álfatrúar. Rúm 44 prósent fólks með lægra en 400 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði trúir á álfa en aðeins 24 prósent þeirra með 1.200 þúsund eða meira
Kryddsíld Skoðanakannanir Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira