„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 07:25 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, varði langstærstum hluta nýársávarps síns í að ræða Margréti Þórhildi drottningu og ákvörðun hennar að afsala sér krúnunni. EPA „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“ Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16