Pútin segist eiga harma að hefna og ræðst gegn Kænugarði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 07:51 Eldar geisa víða í Kænugarði eftir árásir morgunsins. AP/Efrem Lukatsky Umfangsmiklar loftárásir standa nú yfir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Samkvæmt blaðamönnum AFP hafa að minnsta kosti tíu háværar sprengingar heyrst í morgun og íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. „Kænugarður; leitið skjóls. Margar eldflaugar á leið í áttina að ykkur,“ sagði flugher Úkraínu í skilaboðum á Telegram. Að sögn Vitali Klitschko, borgarstjóra Kænugarðs, særðust sextán þegar eldur kviknaði í byggingu í kjölfar loftárása. Fimmtán hafa verið fluttir á sjúkrahús. Fregnir hafa einnig borist af árásum á Kharkív. Bridget A. Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segir á Twitter að svo virtist sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ákveðið að fagna nýju ári með loftárásum á höfuðborgina og aðrar borgir Úkraínu og neytt milljónir Úkraínumanna til að leita skjóls í frostinu. Háværar sprengingar hefðu heyrst í Kænugarði í morgun. Það væri bráðnauðsynlegt að menn sameinuðust um að stöðva Pútín; hingað og ekki lengra. Pútín sagði á mánudag að Úkraínumönnum yrði refsað fyrir árásir sínar á Belgorod. Úkraínumenn gerðu árásir á Belgorod í kjölfar mikilla loftárása Rússa á borgir í Úkraínu á föstudag, þar sem rúmlega 40 létu lífið og 160 særðust. Um það bil 25 eru sagðir hafa látist í árásunum á Belgorod, þar af fimm börn. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
„Kænugarður; leitið skjóls. Margar eldflaugar á leið í áttina að ykkur,“ sagði flugher Úkraínu í skilaboðum á Telegram. Að sögn Vitali Klitschko, borgarstjóra Kænugarðs, særðust sextán þegar eldur kviknaði í byggingu í kjölfar loftárása. Fimmtán hafa verið fluttir á sjúkrahús. Fregnir hafa einnig borist af árásum á Kharkív. Bridget A. Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, segir á Twitter að svo virtist sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ákveðið að fagna nýju ári með loftárásum á höfuðborgina og aðrar borgir Úkraínu og neytt milljónir Úkraínumanna til að leita skjóls í frostinu. Háværar sprengingar hefðu heyrst í Kænugarði í morgun. Það væri bráðnauðsynlegt að menn sameinuðust um að stöðva Pútín; hingað og ekki lengra. Pútín sagði á mánudag að Úkraínumönnum yrði refsað fyrir árásir sínar á Belgorod. Úkraínumenn gerðu árásir á Belgorod í kjölfar mikilla loftárása Rússa á borgir í Úkraínu á föstudag, þar sem rúmlega 40 létu lífið og 160 særðust. Um það bil 25 eru sagðir hafa látist í árásunum á Belgorod, þar af fimm börn.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira