Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 13:41 „Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af,“ segirÞorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/RAX/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. „Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
„Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira