Ósjálfbær iðnaður vill skjól í gloppóttum lögum Elvar Örn Friðriksson skrifar 3. janúar 2024 07:01 Ný drög frumvarps Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að lögum um lagareldi taka nokkur nauðsynleg skref í viðleitni til að hemja þann faraldur sem opið sjókvíaeldi er orðið fyrir íslenska náttúru og samfélag. Þar er víða um framfarir að ræða sem miða þó fyrst og fremst að því að herða eftirlit með iðnaði sem hefur ítrekað misnotað veikt stofnanaumhverfi og barist í þau fáu skipti sem regluverkinu er beitt. Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund (NASF)) hefur hins vegar miklar áhyggjur af því að ekki séu tekin skref sem tryggi tilvist villta laxastofnsins um ókomna tíð. Á þeim fáu dögum frá því að drögin litu dagsins ljós höfum við enn og aftur fengið staðfest að sjókvíaeldisiðnaðinum er slétt sama um náttúruna. Fyrirtækin telja sig ekki þurfa að upplýsa um öll göt sem finnast á kvíum og Í augum iðnaðarins hefur það enga þýðingu að nýlega er búið að banna Arnarlaxi að lýsa iðnaðinum sem sjálfbærum enda getur hann ekki annað en skaðað villta laxastofninn og náttúruna, eðli máls samkvæmt. Svo þegar ímyndarmálin eru komin í þrot er bara reynt að henda peningum í vandamálið, líkt og þegar Arnarlax styrkti nýlega handboltalandsliðið. En svona er viðhorf iðnaðarins, hann ver sig með kjafti og klóm enda má leiða líkur að því að iðnaðinum gangi einfaldlega mun betur að stækka í friði ef ekki þyrfti að glíma við þá sem vilja vernda villta laxinn og náttúruna. Afsláttur af viðurlögum eykur arðránið Það er mikið áhyggjuefni að mörg atriði frumvarpsins gagnast ekki villta laxastofninum né náttúrunni. Áramótaskaupið 2023 gæti hreinlega reynst sannspátt um að 35 ár héðan í frá hafi enn ekki tekist að uppræta norska eldislaxinn í íslenskri náttúru ef ekki verður gengið nægilega langt núna . Á þingi fyrir jól mátti strax sjá þingmenn vilja gefa svikulum iðnaðinum sem mestan afslátt. Það er auðvitað ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt en að viðkomandi þingmenn reikni ekki með að sjókvíaeldis iðnaðurinn geti starfað innan ramma laganna. Í nefndaráliti frá þingmönnum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar virðist ekki vilji til iðnaðurinn greiði gjald fyrir þann skaða sem hann veldur náttúrunni né þeim sem hana nýta með sjálfbærum hætti. NASF telur markmið frumvarpsins ekki duga til að taka á núverandi ógn villta laxastofnsins og náttúrunnar og telur að eftirfarandi atriðum (sem eru þó langt frá því að vera tæmandi listi) sé verulega ábótavant: ·Í frumvarpinu er lagt til að afföll eldislaxa verða komin undir 10% fyrir árið 2028, en innan frumvarps er raunin sú að 10-20% afföll eru talin ásættanleg. Það er ekki ásættanlegt vegna dýravelferðar, þegar eru afföllin hærri á Íslandi en meðal afföll í Noregi. ·Þess heldur er að lagt til að fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi þurfi að minnka framleiðslu um 100-500 laxa fyrir hvern strokeldislax sem veiðist í íslenskum ám. Með þeirri tillögu má áætla að ráðherra gerir sér ekki grein fyrir þeirri ógn sem villta laxastofninum og náttúrunni stafar af opnu sjókvíaeldi. Þessar tölur eru dropi í hafið hjá þessum fyrirtækjunum, þar sem u.þ.b. 25 milljónir eldislaxa eru í sjókvíum á Íslandi. ·Ráðherra leggur sérstaka áherslu á innra eftirlit, þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til opinberra eftirlitsaðila. NASF telur að það hafi ítrekað sýnt sig að slíkt gengur ekki upp. Eldisfyrirtækin hafa hafnað því að þeim beri að fara að lögum. Ef það á að koma á regluverki sem annað hvort verðlaunar eða refsar eftir frammistöðu fyrirtækja, er fráleitt að láta fyrirtækin meta eigin frammistöðu. ·Í frumvarpinu tekur ráðherra ekki fram lausnir til að merkja eldislaxa sérstaklega, þannig að það sé hægt að þekkja þá í sundur frá villta laxastofninum ef umhverfisslys eins og slysasleppingar eiga sér stað. ·Í frumvarpinu er það lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði einungis ráðgefandi fyrir ráðherra. Þar af leiðandi er lagt til að það magn frjórra norskra eldislaxa sem ala má í sjókvíum við Ísland, sé pólitísk ákvörðun. 70% íslensku þjóðarinnar er mótfallin sjókvíaeldi og þeim umhverfisslysum sem fylgja iðnaðnum, en einungis 10% eru fylgjandi iðnaðinum. Það er kaldhæðnislegt að ósjálfbær iðnaðurinn vilji að lögin séu jafn götótt og sjókvíarnar sem iðnaðurinn ógnar villta laxastofninum með. Það er nefnilega ólíkt sem almenningur aðhefst og þessi iðnaður. Flest myndum við nefnilega gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að net haldi. Í sjókvíaeldi er hreinlega gert ráð fyrir því að net haldi ekki, líkt og lögin sem iðnaðinum er ætlað að starfa eftir, ef marka má málflutning forsvars- og talsmanna sjókvíaeldisins. NASF hvetur aðila sem annt er um villta laxastofninn og náttúru Íslands að skila inn athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Elvar Örn Friðriksson Fiskeldi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný drög frumvarps Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að lögum um lagareldi taka nokkur nauðsynleg skref í viðleitni til að hemja þann faraldur sem opið sjókvíaeldi er orðið fyrir íslenska náttúru og samfélag. Þar er víða um framfarir að ræða sem miða þó fyrst og fremst að því að herða eftirlit með iðnaði sem hefur ítrekað misnotað veikt stofnanaumhverfi og barist í þau fáu skipti sem regluverkinu er beitt. Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund (NASF)) hefur hins vegar miklar áhyggjur af því að ekki séu tekin skref sem tryggi tilvist villta laxastofnsins um ókomna tíð. Á þeim fáu dögum frá því að drögin litu dagsins ljós höfum við enn og aftur fengið staðfest að sjókvíaeldisiðnaðinum er slétt sama um náttúruna. Fyrirtækin telja sig ekki þurfa að upplýsa um öll göt sem finnast á kvíum og Í augum iðnaðarins hefur það enga þýðingu að nýlega er búið að banna Arnarlaxi að lýsa iðnaðinum sem sjálfbærum enda getur hann ekki annað en skaðað villta laxastofninn og náttúruna, eðli máls samkvæmt. Svo þegar ímyndarmálin eru komin í þrot er bara reynt að henda peningum í vandamálið, líkt og þegar Arnarlax styrkti nýlega handboltalandsliðið. En svona er viðhorf iðnaðarins, hann ver sig með kjafti og klóm enda má leiða líkur að því að iðnaðinum gangi einfaldlega mun betur að stækka í friði ef ekki þyrfti að glíma við þá sem vilja vernda villta laxinn og náttúruna. Afsláttur af viðurlögum eykur arðránið Það er mikið áhyggjuefni að mörg atriði frumvarpsins gagnast ekki villta laxastofninum né náttúrunni. Áramótaskaupið 2023 gæti hreinlega reynst sannspátt um að 35 ár héðan í frá hafi enn ekki tekist að uppræta norska eldislaxinn í íslenskri náttúru ef ekki verður gengið nægilega langt núna . Á þingi fyrir jól mátti strax sjá þingmenn vilja gefa svikulum iðnaðinum sem mestan afslátt. Það er auðvitað ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt en að viðkomandi þingmenn reikni ekki með að sjókvíaeldis iðnaðurinn geti starfað innan ramma laganna. Í nefndaráliti frá þingmönnum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar virðist ekki vilji til iðnaðurinn greiði gjald fyrir þann skaða sem hann veldur náttúrunni né þeim sem hana nýta með sjálfbærum hætti. NASF telur markmið frumvarpsins ekki duga til að taka á núverandi ógn villta laxastofnsins og náttúrunnar og telur að eftirfarandi atriðum (sem eru þó langt frá því að vera tæmandi listi) sé verulega ábótavant: ·Í frumvarpinu er lagt til að afföll eldislaxa verða komin undir 10% fyrir árið 2028, en innan frumvarps er raunin sú að 10-20% afföll eru talin ásættanleg. Það er ekki ásættanlegt vegna dýravelferðar, þegar eru afföllin hærri á Íslandi en meðal afföll í Noregi. ·Þess heldur er að lagt til að fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi þurfi að minnka framleiðslu um 100-500 laxa fyrir hvern strokeldislax sem veiðist í íslenskum ám. Með þeirri tillögu má áætla að ráðherra gerir sér ekki grein fyrir þeirri ógn sem villta laxastofninum og náttúrunni stafar af opnu sjókvíaeldi. Þessar tölur eru dropi í hafið hjá þessum fyrirtækjunum, þar sem u.þ.b. 25 milljónir eldislaxa eru í sjókvíum á Íslandi. ·Ráðherra leggur sérstaka áherslu á innra eftirlit, þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til opinberra eftirlitsaðila. NASF telur að það hafi ítrekað sýnt sig að slíkt gengur ekki upp. Eldisfyrirtækin hafa hafnað því að þeim beri að fara að lögum. Ef það á að koma á regluverki sem annað hvort verðlaunar eða refsar eftir frammistöðu fyrirtækja, er fráleitt að láta fyrirtækin meta eigin frammistöðu. ·Í frumvarpinu tekur ráðherra ekki fram lausnir til að merkja eldislaxa sérstaklega, þannig að það sé hægt að þekkja þá í sundur frá villta laxastofninum ef umhverfisslys eins og slysasleppingar eiga sér stað. ·Í frumvarpinu er það lagt til að áhættumat erfðablöndunar verði einungis ráðgefandi fyrir ráðherra. Þar af leiðandi er lagt til að það magn frjórra norskra eldislaxa sem ala má í sjókvíum við Ísland, sé pólitísk ákvörðun. 70% íslensku þjóðarinnar er mótfallin sjókvíaeldi og þeim umhverfisslysum sem fylgja iðnaðnum, en einungis 10% eru fylgjandi iðnaðinum. Það er kaldhæðnislegt að ósjálfbær iðnaðurinn vilji að lögin séu jafn götótt og sjókvíarnar sem iðnaðurinn ógnar villta laxastofninum með. Það er nefnilega ólíkt sem almenningur aðhefst og þessi iðnaður. Flest myndum við nefnilega gera okkur grein fyrir mikilvægi þess að net haldi. Í sjókvíaeldi er hreinlega gert ráð fyrir því að net haldi ekki, líkt og lögin sem iðnaðinum er ætlað að starfa eftir, ef marka má málflutning forsvars- og talsmanna sjókvíaeldisins. NASF hvetur aðila sem annt er um villta laxastofninn og náttúru Íslands að skila inn athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun