Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2024 19:01 Samninganefndir SA og ASÍ hafa sent skýr skilaboð um mikilvægi þess að fyrirtæki og stjórnvöld haldi aftur að verðhækkunum á nýju ári. Einhverjir virðast hafa kosið að skjóta skollaeyrum við því ákalli. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðisfélags Akraness, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sitja í samninganefndunum. Vísir/Einar Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. Breiðfylking innan ASÍ með samtals um hundrað og tíu þúsund félagsmenn innanborðs frá yfir 40 félögum hitti samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara á öðrum fundi sínum í morgun. Nefndirnar höfðu sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu milli jóla og nýárs þar sem hið opinbera og atvinnulíf voru beðin um að halda aftur af hækkunum á nýju ári. „Nú er ég búin að vera í þessu yfir 20 ár og ég hef aldrei áður tekið þátt í því að senda sameiginlega yfirlýsingu þar sem verið er að hvetja aðildarfyrirtæki SA til að stilla verðhækkunum í hóf svo við getum náð þessum markmiðum fyrir þjóðarsátt,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrir samningafundinn hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Hækkanir boðaðar hjá hinum opinbera Langflest sveitafrélög hafa þó boðað gjaldskrárhækkanir frá þremur prósentum upp í tíu prósent. Borgarráð sneri frá því að hækka álögur um ca. 5,5 prósent í 3,5 prósent. Nú vona samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið.Vísir/Sara Samninganefndir SA og ASÍ telja hins vegar að víða sé tóninn að breytast. „ Það skiptir miklu máli að sveitarfélögin hafa stigið fram eitt af öðru og sagst ætla að endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA. Hún segir að í framtíðinni eigi að stefna að hóflegum hækkunum á ársgrundvelli. „Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður. Umtalsverðar verðhækkanir þrátt fyrir skilaboðin Víða hafa þó verið nokkrar gjaldskrárhækkanir frá áramótum, þannig hefur Strætó hækkað fargjöld um ellefu prósent. Sorpa hækkaði að meðaltali gjaldskrá um tólf prósent. Raforka hjá Orku náttúrunnar hækkaði um 8,5 prósent og almenn þjónustugjöld hjá Veitum hafa hækkað um tæp átta prósent. Jólamaturinn hækkaði frá sex til sautján prósentum milli ára. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Samninganefndirnar vilja sjá allt aðrar tölur á þessu ári. „Í lífskjarasamningunum 2019 var þak upp á tvö komma fimm prósent hækkun, við höfum verið að nefna þá tölu,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Ragnar Þór Ingólfsson segir að launaliðurinn sé aðeins lítill hluti samningsins miðað við núverandi forsendur. „Markmiðið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriðið í samanburði við hvað fólk getur fengið út úr svona samningi þar sem líka væri tekið á verðbólgu, velferðarmálum, húsnæðiskerfinu,“ segir Ragnar. Boltinn hjá stjórnvöldum Þau segja að boltinn sé nú hjá hinu opinbera sem þurfi líka að skoða framlög til velferðar-og húsnæðismála. Ríkissáttasemjari hafi umboð til að fá hið opinbera að borðinu. Takist samningar sé horft til langs tíma. Við lögðum til þriggja ára samning, SA fimm ára. Við stefnum því að millileið sem væri fjögurra ára samningur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Næsti samningafundur í kjaraviðræðunum er boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Breiðfylking innan ASÍ með samtals um hundrað og tíu þúsund félagsmenn innanborðs frá yfir 40 félögum hitti samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara á öðrum fundi sínum í morgun. Nefndirnar höfðu sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu milli jóla og nýárs þar sem hið opinbera og atvinnulíf voru beðin um að halda aftur af hækkunum á nýju ári. „Nú er ég búin að vera í þessu yfir 20 ár og ég hef aldrei áður tekið þátt í því að senda sameiginlega yfirlýsingu þar sem verið er að hvetja aðildarfyrirtæki SA til að stilla verðhækkunum í hóf svo við getum náð þessum markmiðum fyrir þjóðarsátt,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrir samningafundinn hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Hækkanir boðaðar hjá hinum opinbera Langflest sveitafrélög hafa þó boðað gjaldskrárhækkanir frá þremur prósentum upp í tíu prósent. Borgarráð sneri frá því að hækka álögur um ca. 5,5 prósent í 3,5 prósent. Nú vona samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið.Vísir/Sara Samninganefndir SA og ASÍ telja hins vegar að víða sé tóninn að breytast. „ Það skiptir miklu máli að sveitarfélögin hafa stigið fram eitt af öðru og sagst ætla að endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA. Hún segir að í framtíðinni eigi að stefna að hóflegum hækkunum á ársgrundvelli. „Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður. Umtalsverðar verðhækkanir þrátt fyrir skilaboðin Víða hafa þó verið nokkrar gjaldskrárhækkanir frá áramótum, þannig hefur Strætó hækkað fargjöld um ellefu prósent. Sorpa hækkaði að meðaltali gjaldskrá um tólf prósent. Raforka hjá Orku náttúrunnar hækkaði um 8,5 prósent og almenn þjónustugjöld hjá Veitum hafa hækkað um tæp átta prósent. Jólamaturinn hækkaði frá sex til sautján prósentum milli ára. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Samninganefndirnar vilja sjá allt aðrar tölur á þessu ári. „Í lífskjarasamningunum 2019 var þak upp á tvö komma fimm prósent hækkun, við höfum verið að nefna þá tölu,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Ragnar Þór Ingólfsson segir að launaliðurinn sé aðeins lítill hluti samningsins miðað við núverandi forsendur. „Markmiðið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriðið í samanburði við hvað fólk getur fengið út úr svona samningi þar sem líka væri tekið á verðbólgu, velferðarmálum, húsnæðiskerfinu,“ segir Ragnar. Boltinn hjá stjórnvöldum Þau segja að boltinn sé nú hjá hinu opinbera sem þurfi líka að skoða framlög til velferðar-og húsnæðismála. Ríkissáttasemjari hafi umboð til að fá hið opinbera að borðinu. Takist samningar sé horft til langs tíma. Við lögðum til þriggja ára samning, SA fimm ára. Við stefnum því að millileið sem væri fjögurra ára samningur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Næsti samningafundur í kjaraviðræðunum er boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið.
„Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira