Straumur frá Rapyd til Adyen Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 08:28 Lilja Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Straums. Kvika banki Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni. Þetta segir í tilkynningu frá Straumi. Þar segir að Adyen sé alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sjái meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, sé eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði skiptin Rapyd hefur séð um færsluhirðingu fyrir Straum frá því að fyrirtækið var stofnað eftir að Kvika keypti færsluhirðingarsamninga af sameinuðu félagi Valitor og Rapyd í kjölfar kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka árið 2022. Samkeppniseftirlitið veitti blessun sína fyrir kaupum Kviku á samningunum meðal annars með því skilyrði að Kvika færði þjónustukaup til annars þjónustuveitenda en Rapyd, sem ekki væri umsvifamikill færsluhirðir á Íslandi. Þá gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði fyrir kaupum Rapyd á Valitor að félagið seldi frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf.. Með sölunni færi markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50 prósent, að sögn Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Hefur ekkert með umræðuna að gera Því má vera ljóst að skiptin tengjast ekki umræðu um Rapyd sem hefur verið hávær í samfélaginu eftir að yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Forstjóri Rapyd á heimsvísu, Arik Shtilman, hefur látið hafa eftir sé að Rapyd styðji Ísrael í aðgerðum þess gegn Hamas-liðum í Palestínu. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. Allir hæstánægðir „Hjá Straumi erum við staðráðin í að bjóða uppá framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila. Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Lilju Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Straums í fréttatilkynningu. Þá er haft eftir Tobias Lindh, framkvæmdastjóra Adyen Nordics & Baltics, að starfsfólk Adyen sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram. „Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land.“ Greiðslumiðlun Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Straumi. Þar segir að Adyen sé alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sjái meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, sé eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði skiptin Rapyd hefur séð um færsluhirðingu fyrir Straum frá því að fyrirtækið var stofnað eftir að Kvika keypti færsluhirðingarsamninga af sameinuðu félagi Valitor og Rapyd í kjölfar kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka árið 2022. Samkeppniseftirlitið veitti blessun sína fyrir kaupum Kviku á samningunum meðal annars með því skilyrði að Kvika færði þjónustukaup til annars þjónustuveitenda en Rapyd, sem ekki væri umsvifamikill færsluhirðir á Íslandi. Þá gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði fyrir kaupum Rapyd á Valitor að félagið seldi frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf.. Með sölunni færi markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50 prósent, að sögn Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Hefur ekkert með umræðuna að gera Því má vera ljóst að skiptin tengjast ekki umræðu um Rapyd sem hefur verið hávær í samfélaginu eftir að yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Forstjóri Rapyd á heimsvísu, Arik Shtilman, hefur látið hafa eftir sé að Rapyd styðji Ísrael í aðgerðum þess gegn Hamas-liðum í Palestínu. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. Allir hæstánægðir „Hjá Straumi erum við staðráðin í að bjóða uppá framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila. Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Lilju Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Straums í fréttatilkynningu. Þá er haft eftir Tobias Lindh, framkvæmdastjóra Adyen Nordics & Baltics, að starfsfólk Adyen sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram. „Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land.“
Greiðslumiðlun Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52
Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27