Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 09:07 Upptökur úr dómsal í Las Vegas eru ekki í háskerpu. Skjáskot Deobra Redden, þrítugur karlmaður frá Las Vegas í Bandaríkjunum, stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans vegna líkamsárásar í gær. Hann virðist hafa verið ósáttur með ákvörðun dómarans um að fallast ekki á beiðni hans um skilorðsbundinn dóm. Redden hafði játað tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og í gær fór fram þinghald til ákvörðunar refsingar hans. Verjandi Reddens óskaði eftir því við dómara málsins, Mary Kay Holthus, að hún veitti honum skilorðsbundna refsingu. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ hefur The New York Times eftir dómaranum og reifar brotaferil mannsins stuttlega. Hann hefur meðal annars hlotið fangelsisdóma árin 2015 og 2021. Annars vegar fyrir tilraun til þjófnaðar og hins vegar heimilisofbeldi. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, vippaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Myndskeið af árásinni má sjá hér að neðan: VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024 Í frétt New York Times segir að Holthus hafi særst í árásinni og að fylgst sé með líðan hennar. Þá hafi dómsvörður einnig særst og líðan hans sé stöðug. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig dómverðir og aðrir starfsmenn dómsins stökkva til og reyna að ná Redden af Holthus á meðan þeir láta högg dynja á honum. Dómstóllinn hefur þakkað þeim fyrir skjót viðbrögð. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Redden hafði játað tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og í gær fór fram þinghald til ákvörðunar refsingar hans. Verjandi Reddens óskaði eftir því við dómara málsins, Mary Kay Holthus, að hún veitti honum skilorðsbundna refsingu. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ hefur The New York Times eftir dómaranum og reifar brotaferil mannsins stuttlega. Hann hefur meðal annars hlotið fangelsisdóma árin 2015 og 2021. Annars vegar fyrir tilraun til þjófnaðar og hins vegar heimilisofbeldi. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, vippaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Myndskeið af árásinni má sjá hér að neðan: VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024 Í frétt New York Times segir að Holthus hafi særst í árásinni og að fylgst sé með líðan hennar. Þá hafi dómsvörður einnig særst og líðan hans sé stöðug. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig dómverðir og aðrir starfsmenn dómsins stökkva til og reyna að ná Redden af Holthus á meðan þeir láta högg dynja á honum. Dómstóllinn hefur þakkað þeim fyrir skjót viðbrögð.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira