Samhliða starfinu heldur Álfhildur úti síðunni Barnabitar á Instagram þar sem deilir hugmyndum og fróðleik um mat handa börnum.
„Mjög skrítið að þessi sé komin á sölu,“ skrifar Álfhildur og deilir mynd af eigninni í story á Instagram.

Um er að ræða mikið endurnýjaða 90 fermetra íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi á vinsælum stað í Vesturbænum. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi sem var nýlega tekið í gegn.
Stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými þar sem falleg hönnun og bjartir litir fanga augað. Frönsk hurð skilur stofu og hjónaherbergi að, þaðan er útgengt á suðursvalir.


Í eldhúsi er falleg og nýleg viðarinnrétting með góðu skápaplássi. Svartar Sjöur eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen prýða rýmið auk klassíska loftljóssins, PH-5, eftir Louis Poulsen.
Á veggnum í stofunni má sjá hvítar Montana hillur, hönnun frá árinu 1982 og appelsínugulan Flowerpot lampa, hönnun frá árinu 1968.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.




