Á sýningunni má sjá alla Toyotalínuna, rafmagnsbíla, Hybridbíla og dísilbíla af öllum stærðum og gerðum sem eru tilbúnir til að sinna mismunandi þörfum.
„Þetta hefur verið hefð hjá okkur í mörg ár, að bjóða viðskiptavinum á stórsýningu fyrsta laugardag ársins og ávallt góð stemning enda varla til skemmtilegri leið til að hefja nýtt ár en á nýjum bíl,“ segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota.
Söluráðgjafar Toyota taka vel á móti gestum frá frá kl. 12 – 16 á morgun, laugardag.