Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 16:44 Íris Róbertsdóttir hefur áhyggjur af verðhækkunum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“ Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“
Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira