Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. janúar 2024 19:30 Már Kristjánsson segir álagið meira en áður hefur sést. Vísir/Arnar Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Álagið á Landspítalanum hefur aukist undanfarið samhliða því að fjöldi pesta hafa gengið og margir orðið veikir. Nú er staðan sú að aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á göngum Landspítalans. „Við höfum aldrei verið í viðlíka ástandi eins og er núna. Það er bara sama hvernig á það er litið. Í dag er um sjötíu manns, umfram skilgreind rými, sem eru liggjandi á göngum hinna ýmsu legudeilda. Miðað við skilgreindan fjölda bráðarýma á spítalanum þá vorum við síðasta sólarhring með, þegar verst lét, hundrað og tíu manns umfram það. Þannig það er verulega mikið álag fyrir starfsfólk legudeilda og bráðamóttöku þannig við höfum ekki séð það svartara,“ segir Már Kristjánsson læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans. Þá hefur starfsfólk spítalans líka verið að veikjast og því oft færri á vaktinni. Í morgun tók grímuskylda gildi á spítalanum og þá hafa heimsóknir líka veriðtakmarkaðar til að reyna að verja sjúklingana. Már segir veikindin sem hrjá landsmenn af ýmsum toga. „Covidið er búið að vera mjög stabílt alveg síðan síðastliðið sumar. Við erum með þetta svona fimmtíu sextíu manns greinda á spítalanum á hverri viku og það hefur haldist nokkuð jafnt. Inflúensan er hins vegar í hámarki og vonandi á niðurleið. Það má líka geta þess að RS hefur verið í mikilli sókn og valdið miklu álagi á Barnaspítalann og bráðamóttöku barna.“ Þeir sem leita þurfa á Landspítalann þessa dagana þurfa sumir hverjir að bíða lengi eftir aðstoð. „Þeir sem eru með mikil og bráðveikindi þeim er sinnt eins og skot. Þeir sem eru með minni veikindi kannski íþróttameiðsli eða eitthvað slíkt, skíðaslys, föll og annað slíkt í hálku þeir geta þurft að bíða í margar klukkustundir. Sex átta klukkustundir.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51 Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4. janúar 2024 12:51
Grímuskylda á Landspítala á ný Grímuskyldu hefur verið komið á á Landspítalanum á ný. Í tilkynningu frá spítalanum segir að öndunarfæraveirur hafi sótt mjög í sig veðrið. 3. janúar 2024 19:26