Hinn sextán ára Littler sló eftirminnilega í gegn á HM sem lauk í fyrradag. Hann vann fyrstu sex leiki sína á mótinu og komst í úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Luke Humphries.
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um undrabarnið Littler, meðal annars kærustu hans, hina 21 árs Eloise Milburn. Þau kynntust í gegnum tölvuleikinn FIFA og hafa verið saman í sex vikur.
Milburn er pílukastari eins og Littler sem dreymir um að hjálpa henni að komast í fremstu röð í íþróttinni.
„Vonandi get ég æft með Eloise og reynt að koma henni á þann stað sem ég er á,“ sagði Littler í morgunþætti ITV, Good Morning Britain.
Littler mun hafa nóg að gera á næstunni en hann fékk keppnisrétt í úrvalsdeildinni í pílukasti þar sem bestu pílukastarar heims keppa sín á milli.
Auk Littlers keppa þeir Humphries, Michael van Gerwen, Gerwyn Price, Rob Cross, Michael Smith, Peter Wright og Nathan Aspinall í úrvalsdeildinni í pílukasti hefst þann 1. febrúar næstkomandi.