Frá þessu greinir Snorri á Facebook-síðu ungbarnasundsins. Þar segir hann að nýskipuð stjórn Skálatúns, sem er heimili fyrir fólk með þroskahamlanir, hafi ákveðið að loka lauginni eftir að hafa farið yfir niðurstöður matsmanna á ástandi laugarinnar.
Snorri segist vita til þess að ákvörðunin hafi fengið mikið á stjórnarfólkið eftir að hafa farið yfir stöðuna með því.
Eftir lokunina sitji hann uppi með fullan biðlista og nemendur ungbarnasunds sem bíði eftir því að hann hefju sundkennsluna á ný eftir jólafrí. Því miður muni hann ekki gera það þar sem ekkert varaplan sé til staðar eftir lokun laugarinnar.