Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Árni Sæberg skrifar 5. janúar 2024 17:16 Burðarbitarnir sem sjást vel hér eru meðal annars orðnir ótraustir. Ungbarnasund Snorra Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. Í tilkynningu frá Sóleyju Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Skálatúns, segir að á milli jóla og nýárs á nýliðnu ári hafi nýr eigandi formlega tekið við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Innan þess eignasafns sé sundlaug, þar sem kennt hafi verið ungbarnasund til fjölda ára við góðan orðstír. „Ætlun nýrra eigenda var alla tíða að sá rekstur myndi halda áfram, enda merk saga ungbarnasunds í lauginni sem mikill vilji var til þess að héldi þar áfram.“ Síðla árs hafi borist upplýsingar um að ástand húsnæðisins sem laugin er í væri ekki eins og best væri á kosið og ákveðið hafi verið að fá fagmenn til þess að skoða húsnæðið og meta ástand þess. Út úr þeirri skoðun hafi sú niðurstaða komið að ástand húsnæðisins er afar slæmt. Það sem vegur þyngst sé að burðarbitar sem halda uppi þaki og veggjum laugarinnar séu mjög fúnir og illa farnir. Ástand burðarvirkis sé þannig ótraust og metið óöruggt. „Nýr eigandi tók á þessum grundvelli þá afar þungbæru ákvörðun að starfsemi gæti ekki haldið áfram í sundlauginni á grundvelli öryggissjónarmiða, ekki síst með hliðsjón af því um hvers konar starfsemi er að ræða.“ Húsnæðismál Börn og uppeldi Sundlaugar Mosfellsbær Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Í tilkynningu frá Sóleyju Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra Skálatúns, segir að á milli jóla og nýárs á nýliðnu ári hafi nýr eigandi formlega tekið við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Innan þess eignasafns sé sundlaug, þar sem kennt hafi verið ungbarnasund til fjölda ára við góðan orðstír. „Ætlun nýrra eigenda var alla tíða að sá rekstur myndi halda áfram, enda merk saga ungbarnasunds í lauginni sem mikill vilji var til þess að héldi þar áfram.“ Síðla árs hafi borist upplýsingar um að ástand húsnæðisins sem laugin er í væri ekki eins og best væri á kosið og ákveðið hafi verið að fá fagmenn til þess að skoða húsnæðið og meta ástand þess. Út úr þeirri skoðun hafi sú niðurstaða komið að ástand húsnæðisins er afar slæmt. Það sem vegur þyngst sé að burðarbitar sem halda uppi þaki og veggjum laugarinnar séu mjög fúnir og illa farnir. Ástand burðarvirkis sé þannig ótraust og metið óöruggt. „Nýr eigandi tók á þessum grundvelli þá afar þungbæru ákvörðun að starfsemi gæti ekki haldið áfram í sundlauginni á grundvelli öryggissjónarmiða, ekki síst með hliðsjón af því um hvers konar starfsemi er að ræða.“
Húsnæðismál Börn og uppeldi Sundlaugar Mosfellsbær Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira