„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2024 20:28 Snorri sem hefur kennt ungbarnasund í Skálatúni í rúm 30 ár var enn í hálfgerðu sjokki þegar fréttamaður ræddi við hann. Stöð 2 Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum. Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum.
Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16
Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10