Erlent

Skógareldur ógnar vin­sælum á­fanga­stað ís­lenskra ferða­manna

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Altea er vinsæll áfangastaður íslenskra ferðamanna.
Altea er vinsæll áfangastaður íslenskra ferðamanna. Getty

Skógareldur logar skammt fyrir utan Altea á Spáni. Altea er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Costa Blanca og mörg sumarhús á svæðinu.

Samkvæmt viðbragðsaðilum hefur 21 slökkviliðsbíll komið á vettvang og fimm slökkviliðssveitir. Alls hefur 30 manns verið gert að yfirgefa heimili sín og lestar- og bílasamgöngur á svæðinu hafa verið skertar.

Tilkynnt var um eldinn snemma í morgun og var brugðist snöggt við. Viðbragðsaðilar sendu strax út sveitir, bíla og flugvélar til að stemma stigu við eldinn og hefur slökkvistarf verið í gangi síðan. Engan hefur sakað og ekki er talið að fólk sé í hættu.

Samkvæmt miðlinum Las Provincias var ekki hægt að ræsa út slökkviflugvélar vegna mikils vinds í morgun og að þess vegna hafi fólksflutningar hafist upp úr fjögur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×