Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 23:01 Smátt og smátt færist líf í Grindavík þrátt fyrir áframhaldandi eldgosahættu. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. „Það var hugur okkar bæjarstjórnar að taka þennan fund heima og nú hefur færst aðeins líf í bæinn,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Vísi. Hún segir helstu mál fundarins hafa verið að skoða stöðu innviða og húsnæðis í eigu bæjarins í kjölfar jarðhræringanna. Þá hafi þau þurft að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þau höfðu gert drög að fyrir rýmingu. Nú verði fjármunum helst varið í uppbyggingu innviða auk sérfræðiaðstoðar sem mun bjóðast tjónþolum. „Þetta lítur betur út en við þorðum að vona,“ segir Ásrún. En þrátt fyrir það fari næstu tveir mánuðir í að laga húsnæði Grindavíkurbæjar. „Við líka vonumst til þess að það gerist ekkert meira hjá okkur,“ bætir hún við og vísar til nýs hættumats Veðurstofunnar. „Ég viðurkenni alveg eftir fréttir dagsins að það er aðeins meiri beygur í dag en í gær við þurfum samt sem áður að vera skynsöm og meðvituð um þessar hættur.“ Ásrún segir frábært að sjá hve vel bygging varnargarða hefur tekist. Um það bil tvær vikur séu í að fyrsta áfanga í byggingu garðanna í kringum Grindavík verði náð. Því fylgi mikil öryggistilfinning. „Þeir eru alveg á fullu og það er mikil breyting dag frá degi,“ segir Ásrún. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Það var hugur okkar bæjarstjórnar að taka þennan fund heima og nú hefur færst aðeins líf í bæinn,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Vísi. Hún segir helstu mál fundarins hafa verið að skoða stöðu innviða og húsnæðis í eigu bæjarins í kjölfar jarðhræringanna. Þá hafi þau þurft að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þau höfðu gert drög að fyrir rýmingu. Nú verði fjármunum helst varið í uppbyggingu innviða auk sérfræðiaðstoðar sem mun bjóðast tjónþolum. „Þetta lítur betur út en við þorðum að vona,“ segir Ásrún. En þrátt fyrir það fari næstu tveir mánuðir í að laga húsnæði Grindavíkurbæjar. „Við líka vonumst til þess að það gerist ekkert meira hjá okkur,“ bætir hún við og vísar til nýs hættumats Veðurstofunnar. „Ég viðurkenni alveg eftir fréttir dagsins að það er aðeins meiri beygur í dag en í gær við þurfum samt sem áður að vera skynsöm og meðvituð um þessar hættur.“ Ásrún segir frábært að sjá hve vel bygging varnargarða hefur tekist. Um það bil tvær vikur séu í að fyrsta áfanga í byggingu garðanna í kringum Grindavík verði náð. Því fylgi mikil öryggistilfinning. „Þeir eru alveg á fullu og það er mikil breyting dag frá degi,“ segir Ásrún.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira