Stjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins í sjálfu sér lokið Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 10. janúar 2024 12:57 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög alvarlega stöðu komna upp innan ríkisstjórnarinnar. Óvíst er hvort ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum eða springa, en ljóst sé að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokknum sé í sjálfu sér lokið. „Það er komin upp mjög alvarleg staða innan ríkisstjórnarinnar þegar þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að hafa frumkvæði að því sjálfir að lýsa efasemdum sínum um að geta stutt vantrausttillögu,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði veiðar á langreyðum í sumar degi áður en þær áttu að hefjast. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingflokksformanns, í Morgunblaðinu í dag, virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. „Það hefur í sjálfu sér sér áður gerst, að einstaka þingmenn hafa hætt að styðja þá ríkisstjórn sem flokkurinn stendur að. Nærtækast væri einfaldlega að nefna ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þar sem þingmenn VG létu af stuðningi við þá ríkisstjorn. Sumir sögðu sig úr flokknum sem er kannski hreinlegasta leiðin við slíkt ástand. En þetta sýnir klemmuna sem ríkisstjórnin er komin í.“ Blasir við að það styttist í kosningar Eiríkur segir það blasa við að það styttist í kosningar og beri að skoða ummæli Óla Björns í því ljósi. Flokkarnir séu að setja sig í stellingar fyrir nýja kosningabaráttu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki halda áfram eftir kosningar, ég held að það blasi algjörlega við. Í það minnsta geta Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sennilega ekki hugsað sér áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þannig að því samstarfi er í sjálfu sér lokið, einfaldlega nú þegar. Hvort að ríkisstjórnin haldi áfram fram að kjördegi eða springi fyrr, ég held að það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
„Það er komin upp mjög alvarleg staða innan ríkisstjórnarinnar þegar þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir að hafa frumkvæði að því sjálfir að lýsa efasemdum sínum um að geta stutt vantrausttillögu,“ segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Mikil ólga hefur verið meðal þingmanna í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis um að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi ekki farið að lögum þegar hún stöðvaði veiðar á langreyðum í sumar degi áður en þær áttu að hefjast. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa staðfest að þeir hyggist leggja fram vantraust á ráðherra ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstafana að eigin frumkvæði. Grein Óla Björns Kárasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingflokksformanns, í Morgunblaðinu í dag, virðist benda til þess að að minnsta kosti einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu styðja tillöguna. „Það hefur í sjálfu sér sér áður gerst, að einstaka þingmenn hafa hætt að styðja þá ríkisstjórn sem flokkurinn stendur að. Nærtækast væri einfaldlega að nefna ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna þar sem þingmenn VG létu af stuðningi við þá ríkisstjorn. Sumir sögðu sig úr flokknum sem er kannski hreinlegasta leiðin við slíkt ástand. En þetta sýnir klemmuna sem ríkisstjórnin er komin í.“ Blasir við að það styttist í kosningar Eiríkur segir það blasa við að það styttist í kosningar og beri að skoða ummæli Óla Björns í því ljósi. Flokkarnir séu að setja sig í stellingar fyrir nýja kosningabaráttu. „Þessi ríkisstjórn mun ekki halda áfram eftir kosningar, ég held að það blasi algjörlega við. Í það minnsta geta Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir sennilega ekki hugsað sér áframhaldandi stjórnarsamstarf. Þannig að því samstarfi er í sjálfu sér lokið, einfaldlega nú þegar. Hvort að ríkisstjórnin haldi áfram fram að kjördegi eða springi fyrr, ég held að það eigi einfaldlega eftir að koma í ljós.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira