Hjalti: Gott að finna gleði og ánægju aftur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2024 21:35 Hjalti Þór Vilhjálmsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur komst aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. „Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum. Valur Subway-deild kvenna Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Sjá meira
„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum.
Valur Subway-deild kvenna Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Sjá meira