Haukar segja sína hlið á laugardagsfundinum með Everage Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 11:01 Everage Lee Richardson talaði við Hauka en hélt því fram að hann væri með lausan samning sem var ekki. Vísir/Diego Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við fréttaflutning um það að Everage vildi komast til Hauka og sagði leikmanninn vera sáttan hjá Blikum auk þess að vera á samning sem Blikar væru að standa við. Ívar var líka ósáttur við það að Haukar væru að tala við samningsbundinn leikmann. Nú hafa Haukarnir komið fram með sína hlið á þessu máli. Þeir segja aðra sögu. „Við skulum hafa eitt alfarið á hreinu að Ívar er að kasta risastórum hnullungi úr glerhúsi. Hann sótti Breka (Gylfason) sjálfur úr Breiðabliki svona eins og hann er að væna okkur um sem er kolrangt,“ sagði Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum og fyrrum leikmaður liðsins, í samtali við Vísi. Everage Richardsson.Vísir/Bára Er vinur þjálfara Hauka „Staðan er einfaldlega sú að Maté (Dalmay, þjálfari Hauka) og Everage eru vinir frá því að Maté samdi við Everage á sínum tíma. Everage er búinn að vera ósáttur hjá Breiðabliki út af fjárhagsstöðunni. Hann er að fá seint borgað. Hann hefur fengið borgað en var ekki búinn að fá borgað fyrir desember á föstudaginn var,“ sagði Kristinn. „Hann lætur Maté vita að hann vilji koma í Hauka, þrátt fyrir að hafa unnið okkur og pakkað okkur saman. Hann lætur Maté vita af því að hann sé búinn að koma sér undan samningi. Ég sagði við Maté: Ekki eyða tímanum mínum í að fara að setjast niður með honum fyrir hönd félagsins ef hann er ekki búinn að fá sig lausan,“ sagði Kristinn. Hélt því fram að hann væri með lausan samning „Hann heldur því fram stanslaust að hann hafi rætt við Ívar (Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks) og Heimi (Snæ Jónsson, formaður KKd. Breiðalbiks) og að hann sé með lausan samning. Ég segi við Maté á laugardagsmorguninn: Segðu Everage að hitta okkur. Við gerum tekið spjallið ef hann vill hitta okkur fyrst hann sé með lausan samning. Þá er ekkert mál að setjast niður og sjá hvað hann er að pæla,“ sagði Kristinn. „Rétt áður við spjöllum við hann þá hringir Bragi (Magnússon, formaður KKd.Hauka) í Ívar. Ívar segir honum að hann sé ekki formlega búinn að leysa sig undan samning og þá förum við inn á fundinn á allt öðrum forsendum. Við segjum Everage hvað Ívar sagði og þá fer Everage eitthvað að malda í móinn og segir að það sé einhver misskilningur. Hann ætlar þá að tala við þá. Þeir tala saman. Everage hættir við og málið er leyst,“ sagði Kristinn. „Málið er búið eftir það. Ég hringi í Heimi og læt hann vita að við höfum hitt Everage og það hafi komið fram fyrir fundinn að hann væri ekki búinn að leysa sig undan samning. Heimir segist ekki ætla að skrifa undir nein félagaskipti og alls ekki til okkar út af samkeppninni,“ sagði Kristinn. Haukar og Breiðablik eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn er ekki sáttur við það sem Ívar sagði í viðtali við Vísi og segir þjálfara Breiðabliks fara þar með rangt mál. Buðu honum aldrei hærri laun „Við erum ekki að bjóða Everage hærri laun. Það er þá eitthvað sem Everage hefur kannski sagt við hann. Ég veit það ekki. Við buðum honum aldrei hærri laun. Það var laus þjálfarastaða í minnibolta átta og níu ára. Við ætluðum að leyfa honum að koma og þjálfa. Svo myndum við semja við hann eftir tímabilið ef það myndi ganga vel. Það komum við með inn í samningaviðræðurnar,“ sagði Kristinn. „Stjórn Hauka finnst Ívar vera hagræða sannleikanum heldur betur í sinn hag þarna. Leikmaðurinn nálgaðist okkur haldandi því fram að hann væri búinn að leysa sig undan samningi,“ sagði Kristinn. Næstu leikir liðanna eru í kvöld. Haukar heimsækja Njarðvík en Blikar taka á móti Hetti í Smáranum. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 17.45 en leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 19.15. Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við fréttaflutning um það að Everage vildi komast til Hauka og sagði leikmanninn vera sáttan hjá Blikum auk þess að vera á samning sem Blikar væru að standa við. Ívar var líka ósáttur við það að Haukar væru að tala við samningsbundinn leikmann. Nú hafa Haukarnir komið fram með sína hlið á þessu máli. Þeir segja aðra sögu. „Við skulum hafa eitt alfarið á hreinu að Ívar er að kasta risastórum hnullungi úr glerhúsi. Hann sótti Breka (Gylfason) sjálfur úr Breiðabliki svona eins og hann er að væna okkur um sem er kolrangt,“ sagði Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum og fyrrum leikmaður liðsins, í samtali við Vísi. Everage Richardsson.Vísir/Bára Er vinur þjálfara Hauka „Staðan er einfaldlega sú að Maté (Dalmay, þjálfari Hauka) og Everage eru vinir frá því að Maté samdi við Everage á sínum tíma. Everage er búinn að vera ósáttur hjá Breiðabliki út af fjárhagsstöðunni. Hann er að fá seint borgað. Hann hefur fengið borgað en var ekki búinn að fá borgað fyrir desember á föstudaginn var,“ sagði Kristinn. „Hann lætur Maté vita að hann vilji koma í Hauka, þrátt fyrir að hafa unnið okkur og pakkað okkur saman. Hann lætur Maté vita af því að hann sé búinn að koma sér undan samningi. Ég sagði við Maté: Ekki eyða tímanum mínum í að fara að setjast niður með honum fyrir hönd félagsins ef hann er ekki búinn að fá sig lausan,“ sagði Kristinn. Hélt því fram að hann væri með lausan samning „Hann heldur því fram stanslaust að hann hafi rætt við Ívar (Ásgrímsson, þjálfara Breiðabliks) og Heimi (Snæ Jónsson, formaður KKd. Breiðalbiks) og að hann sé með lausan samning. Ég segi við Maté á laugardagsmorguninn: Segðu Everage að hitta okkur. Við gerum tekið spjallið ef hann vill hitta okkur fyrst hann sé með lausan samning. Þá er ekkert mál að setjast niður og sjá hvað hann er að pæla,“ sagði Kristinn. „Rétt áður við spjöllum við hann þá hringir Bragi (Magnússon, formaður KKd.Hauka) í Ívar. Ívar segir honum að hann sé ekki formlega búinn að leysa sig undan samning og þá förum við inn á fundinn á allt öðrum forsendum. Við segjum Everage hvað Ívar sagði og þá fer Everage eitthvað að malda í móinn og segir að það sé einhver misskilningur. Hann ætlar þá að tala við þá. Þeir tala saman. Everage hættir við og málið er leyst,“ sagði Kristinn. „Málið er búið eftir það. Ég hringi í Heimi og læt hann vita að við höfum hitt Everage og það hafi komið fram fyrir fundinn að hann væri ekki búinn að leysa sig undan samning. Heimir segist ekki ætla að skrifa undir nein félagaskipti og alls ekki til okkar út af samkeppninni,“ sagði Kristinn. Haukar og Breiðablik eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn er ekki sáttur við það sem Ívar sagði í viðtali við Vísi og segir þjálfara Breiðabliks fara þar með rangt mál. Buðu honum aldrei hærri laun „Við erum ekki að bjóða Everage hærri laun. Það er þá eitthvað sem Everage hefur kannski sagt við hann. Ég veit það ekki. Við buðum honum aldrei hærri laun. Það var laus þjálfarastaða í minnibolta átta og níu ára. Við ætluðum að leyfa honum að koma og þjálfa. Svo myndum við semja við hann eftir tímabilið ef það myndi ganga vel. Það komum við með inn í samningaviðræðurnar,“ sagði Kristinn. „Stjórn Hauka finnst Ívar vera hagræða sannleikanum heldur betur í sinn hag þarna. Leikmaðurinn nálgaðist okkur haldandi því fram að hann væri búinn að leysa sig undan samningi,“ sagði Kristinn. Næstu leikir liðanna eru í kvöld. Haukar heimsækja Njarðvík en Blikar taka á móti Hetti í Smáranum. Leikur Breiðabliks og Hattar hefst klukkan 17.45 en leikur Hauka og Njarðvíkur klukkan 19.15.
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira