„Samkvæmt óupplýstu, fáfróðu og groddalegu fólki þá geta konur ekki unnið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2024 07:00 Hjónin fyrrverandi á góðri stundu. @nikkisappspo Nikki Spoelstra, fyrrverandi eiginkona Erik Spoelstra – þjálfara Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tjáð sig um orðróma þess efnis að hún hafi „klúðrað“ skilnaðinum en Erik fékk nýjan samning hjá Heat upp á mörg hundruð milljónir að skilnaðurinn var staðfestur. Þannig er mál með vexti að hinn 53 ára gamli Erik skrifaði á dögunum undir átta ára risasamning hjá Heat. Talið er að laun hans muni nema um 120 milljónum Bandaríkjadala eða 16 og hálfum milljarði íslenskra króna. Í kjölfarið var Nikki gagnrýnd og sagt að hún hefði nú heldur betur „klúðrað“ þessu þar sem hún hefði fengið nokkrar milljónir í sinn vasa hefðu þau enn verið gift þegar Erik skrifaði undir nýja risasamninginn. Hin 36 ára gamla Nikki hefur tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni þar sem hún hefur fengið nóg af fólki sem er að gagnrýna hana. Hún tekur jafnframt fram að þetta sama fólk hafi verið að gagnrýna hana árum saman. Erik Spoelstra s Ex-Wife Nikki Sapp Who He Met When She Was HEAT Dancer Address The Conversation That Coach Spo Made Sure to Divorce Her Before He Signed His $120 Million Extension and She Fumbled The Bag (IG Post-Pics) https://t.co/CJo6WaK1Rm pic.twitter.com/ALoj0gnQQ0— Robert Littal BSO (@BSO) January 11, 2024 „Samkvæmt óupplýstu, fáfróðu og groddalegu fólki þá geta konur ekki unnið. Konur geta í alvöru ekki verið ástfangnar af einhverjum sem er farsæll í sínu starfi. Þær eru bara að þykjast því allt sem þær vilja eru peningar. Og ef kona ákveður að vera ekki með farsælum maka þá er hún hálfviti,“ sagði Nikki kaldhæðin og hélt áfram. „Og nei, ég mun ekki hunsa áreitið lengur. Ég hunsaði það í mörg ár og það fór illa með andlega heilsu mína. Fólk þarf að skilja betur hvaða áhrif orð þeirra geta haft á fólk, ekki bara á mig heldur fólk yfir höfuð.“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Spoelstra (@nikkisappspo) Tæpir tveir mánuðir eru síðan skilnaður hjónanna var staðfestur en þau voru saman í sjö ár. Þau kynntust í gegnum Heat þar sem Nikki var dansara hjá félaginu. Saman eiga þau þrjú börn, Santiago sem er fimm ára, Dante sem er þriggja ára og Ruby sem er eins árs. Körfubolti NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Þannig er mál með vexti að hinn 53 ára gamli Erik skrifaði á dögunum undir átta ára risasamning hjá Heat. Talið er að laun hans muni nema um 120 milljónum Bandaríkjadala eða 16 og hálfum milljarði íslenskra króna. Í kjölfarið var Nikki gagnrýnd og sagt að hún hefði nú heldur betur „klúðrað“ þessu þar sem hún hefði fengið nokkrar milljónir í sinn vasa hefðu þau enn verið gift þegar Erik skrifaði undir nýja risasamninginn. Hin 36 ára gamla Nikki hefur tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni þar sem hún hefur fengið nóg af fólki sem er að gagnrýna hana. Hún tekur jafnframt fram að þetta sama fólk hafi verið að gagnrýna hana árum saman. Erik Spoelstra s Ex-Wife Nikki Sapp Who He Met When She Was HEAT Dancer Address The Conversation That Coach Spo Made Sure to Divorce Her Before He Signed His $120 Million Extension and She Fumbled The Bag (IG Post-Pics) https://t.co/CJo6WaK1Rm pic.twitter.com/ALoj0gnQQ0— Robert Littal BSO (@BSO) January 11, 2024 „Samkvæmt óupplýstu, fáfróðu og groddalegu fólki þá geta konur ekki unnið. Konur geta í alvöru ekki verið ástfangnar af einhverjum sem er farsæll í sínu starfi. Þær eru bara að þykjast því allt sem þær vilja eru peningar. Og ef kona ákveður að vera ekki með farsælum maka þá er hún hálfviti,“ sagði Nikki kaldhæðin og hélt áfram. „Og nei, ég mun ekki hunsa áreitið lengur. Ég hunsaði það í mörg ár og það fór illa með andlega heilsu mína. Fólk þarf að skilja betur hvaða áhrif orð þeirra geta haft á fólk, ekki bara á mig heldur fólk yfir höfuð.“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Spoelstra (@nikkisappspo) Tæpir tveir mánuðir eru síðan skilnaður hjónanna var staðfestur en þau voru saman í sjö ár. Þau kynntust í gegnum Heat þar sem Nikki var dansara hjá félaginu. Saman eiga þau þrjú börn, Santiago sem er fimm ára, Dante sem er þriggja ára og Ruby sem er eins árs.
Körfubolti NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira