„Ætluðum að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2024 21:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sóknarleikinn en fannst ýmislegt vanta upp á í varnarleiknum. „Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson Valur Subway-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
„Sóknarlega gerðum við ágætlega en varnarlega vorum við ekkert sérstakir. Mér fannst við oft á hælunum og slakir þar. Mér fannst allt annar bragur á Hamri eftir breytingarnar. Ég er hrifinn af þessum strákum sem komu inn og það er allt annað að sjá þetta lið núna,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson eftir leik. Valsarar áttu gott áhlaup í öðrum leikhluta sem varð til þess að Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, brenndi tvö leikhlé á stuttum tíma. „Mér fannst við mistækir á köflum og við ætluðum alltaf að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn og byggja ofan á það. Mér fannst þetta aldrei í hættu og við vorum með gæði til að refsa þegar við þurftum á því að halda.“ Finni fannst gaman að mæta Hamri í Hveragerði þar sem þetta var hans fyrsta heimsókn í Frystikistuna sem aðalþjálfari. „Það er erfitt að spila í þessu húsi. Ég held að þetta sé fyrsti leikurinn sem ég þjálfa sem aðalþjálfari í þessu íþróttahúsi. Ég hef komið hingað oft sem aðstoðarþjálfari í mjög erfiða leiki og þetta er skemmtilegt íþróttahús.“ Franck Kamgain gerði 21 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í síðari hálfleik. Finni fannst liðið einbeita sér betur að honum í síðari hálfleik. „Einbeitingin var meiri á hann í síðari hálfleik. Hann er frábær á opnum velli og við vorum að skilja hann of mikið eftir í einn á einn stöðu. Hann gerði vel í að sækja á hringinn og okkur tókst að loka betur á það.“ Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Hamars, gerði 17 stig í kvöld og Finnur endaði á að hrósa honum. „Mér fannst Björn Ásgeir mjög góður. Þetta var sá Björn Ásgeir sem maður hefur beðið eftir að sjá og hefur séð í 1. deildinni. Björn Ásgeir nýtur sín betur í svona liði með leikstjórnanda sem spilar upp á aðra,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson
Valur Subway-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Getur varla gengið lengur Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira