Skotinn 55 sinnum og fjölskyldan fær fimm milljónir dala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 08:38 Fjölskylda Willie McCoy fær fimm milljónir dala í miskabætur. Getty/ Carlos Avila Gonzalez Borgin Vallejo í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ákveðið að greiða ættingjum Willie McCoy, sem skotinn var til bana af lögreglu árið 2019, fimm milljónir dala í miskabætur. Þann 9. febrúar 2019 var McCoy sofandi í bíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Taco Bell í Vallejo þegar lögregla mætti á staðinn eftir að hafa verið kölluð út. Stuttu eftir komu á bílastæðið hófst skothríð lögreglu á bílinn. Lögregla hélt því fram að McCoy, sem þá var tvítugur, hafi teygt sig niður í átt að byssu en á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést engin slík hreyfing. McCoy virtist þess í stað hafa vaknað, brugðið mjög, og teygt hönd sína í átt að öxl. Þá sýndu upptökurnar það að lögreglumenn gerðu enga tilraun til að vekja McCoy eða tilkynna honum að lögreglan væri þarna á ferð áður en þeir beindu skotvopnum í átt að höfði hans. Þá heyrist lögreglumaður á upptöku segja, áður en McCoy vaknaði: „Ef hann teygir sig í það veistu hvað þú átt að gera“ og „ég ætla að draga hann út og setja hann í járn“. Dauði McCoys vakti mikla reiði meðal Bandaríkjamanna og miklum mótmælum var hrundið af stað í kjölfar þess að ráðgjafi, sem ráðinn var til að rannsaka málið af Vallejo, komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hafi verið að McCoy væri skotinn 55 sinnum. Þá vakti það jafnframt mikla reiði að saksóknarar hafi neitað að ákæra lögreglumennina sem báru ábyrgð í málinu. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið er lögregluembættið í Vallejo þekkt fyrir mikla grimmd og fjöldann allan af málum er varða misferli eða vanrækslu. Á árunum 2010 til 2020 var embættið það sem bar ábyrgð á flestum dauðsföllum af öllum lögregluembættum í Kaliforníu og meira en tugur lögreglumanna hafði banað manni í vinnunni án þess að það hefði afleiðingar. Fréttastofan Open Vallejo ljóstraði upp um það í umfjöllun sinni árið 2020 að menning hefði skapast meðal lögreglumanna í borginni að „halda upp á“ það þegar þeir skutu einhvern til bana með því að brjóta upp á odd barmmerki sínu í hvert sinn. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Þann 9. febrúar 2019 var McCoy sofandi í bíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Taco Bell í Vallejo þegar lögregla mætti á staðinn eftir að hafa verið kölluð út. Stuttu eftir komu á bílastæðið hófst skothríð lögreglu á bílinn. Lögregla hélt því fram að McCoy, sem þá var tvítugur, hafi teygt sig niður í átt að byssu en á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést engin slík hreyfing. McCoy virtist þess í stað hafa vaknað, brugðið mjög, og teygt hönd sína í átt að öxl. Þá sýndu upptökurnar það að lögreglumenn gerðu enga tilraun til að vekja McCoy eða tilkynna honum að lögreglan væri þarna á ferð áður en þeir beindu skotvopnum í átt að höfði hans. Þá heyrist lögreglumaður á upptöku segja, áður en McCoy vaknaði: „Ef hann teygir sig í það veistu hvað þú átt að gera“ og „ég ætla að draga hann út og setja hann í járn“. Dauði McCoys vakti mikla reiði meðal Bandaríkjamanna og miklum mótmælum var hrundið af stað í kjölfar þess að ráðgjafi, sem ráðinn var til að rannsaka málið af Vallejo, komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hafi verið að McCoy væri skotinn 55 sinnum. Þá vakti það jafnframt mikla reiði að saksóknarar hafi neitað að ákæra lögreglumennina sem báru ábyrgð í málinu. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið er lögregluembættið í Vallejo þekkt fyrir mikla grimmd og fjöldann allan af málum er varða misferli eða vanrækslu. Á árunum 2010 til 2020 var embættið það sem bar ábyrgð á flestum dauðsföllum af öllum lögregluembættum í Kaliforníu og meira en tugur lögreglumanna hafði banað manni í vinnunni án þess að það hefði afleiðingar. Fréttastofan Open Vallejo ljóstraði upp um það í umfjöllun sinni árið 2020 að menning hefði skapast meðal lögreglumanna í borginni að „halda upp á“ það þegar þeir skutu einhvern til bana með því að brjóta upp á odd barmmerki sínu í hvert sinn.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16